Fótbolti

Stelpurnar okkar fengu háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi

Íslenska kvennalandsliðið fékk háttvísiverðlaunin á EM í Finnlandi í sumar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari veitir verðlaununum viðtöku í Nyon í Sviss í dag í tengslum við ráðstefnu fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.

Fótbolti

Lampard: Chelsea er með bestu framherjana í heimi

Frank Lampard, enski landsliðsmiðjumaðurinn hjá toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er ánægður með sóknarmennina sína hjá Chelsea, þá Didier Drogba og Nicolas Anelka. Þeir Drogba og Anelka hafa skorað saman 20 mörk í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Lionel Messi hlýtur Gullbolta France Football í ár

Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona hefur verið kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu árið 2009 og hlýtur að launum hinn eftirsótta gullbolta. Það er franska blaðið France Football sem stendur fyrir valinu með evrópska fótboltafjölmiðlamanna.

Fótbolti

Benzema slapp ómeiddur frá bílslysi

Franski landsliðsframherjinn Karim Benzema hjá Real Madrid slapp ótrúlega vel eftir að hafa klessukeyrt bíl sinn skammt frá heimili sínu síðustu nótt eftir „El Clásico“ leikinn gegn Barcelona.

Fótbolti

Mourinho: Myndi finna nýtt starf á viku ef ég yrði rekinn

Knattspyrnustjórinn málglaði José Mourinho hjá Inter er ekki smeykur yfir sögusögnum þess efnis að starf hans hangi á bláþræði. Inter er með sjö stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar en hefur ekki þótt vera sannfærandi í Meistaradeildinni og tapaði illa gegn Barcelona á dögunum.

Fótbolti

Knattspyrnusamband Ítalíu aðvarar stuðningsmenn Juventus

Giancarlo Abete, forseti knattspyrnusambands Ítalíu, hótar hörðum viðlögum í viðtölum við ítalska fjölmiðla í dag ef að stuðningsmenn Juventus haldi sig ekki á mottunni þegar Inter kemur í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Tórínó um næstu helgi.

Fótbolti

Markmið Fílabeinsstrandarinnar: Stefna á sigur á HM

Yaya Toure, miðjumaður Barcelona og Fílabeinsstrandarinnar segir sig og landar sínir hafa háleit markmið á HM í Suður Afríku næsta sumar. Fílbeinsströndin stefnir á það að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna HM í knattspyrnu.

Fótbolti

Rafael Benitez: Pepe Reina er einn besti markvörður heims

Spænski markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool átti flottan leik þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Everton á Goodson Park í Merseyside-borgarslagnum í gær. Reina bjargaði meðal annars sínum mönnum með því að verja tvisvar í röð þegar Everton menn virtust vera að jafna leikinn í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Arsene Wenger: Ég er viss um að Chelsea getur tapað stigum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal er sannfærður um að sitt lið eigi enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn þrátt fyrir 3-0 tap á heimavelli á móti Chelsea í gær. Eftir leikinn er Arsenal-liðið í fjórða sæti deildarinnar heilum ellefu stigum á eftir toppliði Chelsea.

Enski boltinn