Fótbolti

Þrír stjórnarmenn hjá Watford sögðu af sér í kvöld

Það er ekki gott ástand hjá enska B-deildarliðinu Watford sem glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna. Þrír stjórnarmenn félagsins sögðu af sér í kvöld á árlegum aðalfundi félagsins en framtíð Watford ræðst af því hvort félagið geti reddað 5,5 milljónum punda fyrir júní 2010.

Enski boltinn

Mark Hughes: Erum á eftir sæti Liverpool í Meistaradeildinni

Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, er örugglega að reyna að setja enn meiri pressu á Rafael Benitez, stjóri Liverpool, með því að gefa það út að Manchester City ætli sér að ná í Meistaradeildarsæti Liverpool. Hughes er á því að Manchester United, Chelsea og Arsenal verði ekki haggað úr efstu þremur sætunum.

Enski boltinn

Henke Larsson orðinn þjálfari Landskrona

Henrik Larsson, fyrrum framherji Celtic, Barcelona og Manchester United, er orðinn þjálfari sænska 2. deildarliðsins Landskrona Bois. Hinn 38 ára gamli larsson lagði skóna á hilluna í vetur eftir að hafa klárað ferillinn hjá Helsingborg.

Fótbolti

Backe hættur hjá Notts County

Svo virðist sem að ævintýrið um Notts County sé að breytast í martröð. Nú hefur Svíinn Hans Backe ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins eftir aðeins sjö vikur í starfi.

Enski boltinn

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.

Íslenski boltinn

Mourinho rýfur þögnina á morgun

Jose Mourinho er sagður ætla að ræða aftur við ítalska fjölmiðla á morgun er haldinn verður blaðamannafundur fyrir leik Inter og Livorno í ítölsku bikarkeppninni.

Fótbolti

Arshavin gat ekki notað hægri fótinn alla vikuna

Arsenal-maðurinn Andrei Arshavin var enn á ný örlagavaldur Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri. Tapið gerði endanlega út um allar meistaravonir hjá Liverpool en í fyrra skoraði Arshavin einmitt fernu á Anfield.

Enski boltinn