Fótbolti

Sást til Hiddink á Ítalíu

Orðrómarnir um að Guus Hiddink væri á leið til Juventus fengu byr undir báða vængi í dag er sást til Hiddink á flugvelli ásamt forráðamönnum Juve.

Fótbolti

Máttlausir Madridingar

Leikmenn Real Madrid voru búnir með tívolibomburnar gegn Osasuna í kvöld og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli.

Fótbolti

Hrefna Huld í Þrótt

Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar.

Íslenski boltinn

Man. Utd íhugar að kaupa Hulk

Slúðurblaðið News of the World heldur því fram í dag að Man. Utd ætli sér að reyna að kaupa brasilíska framherjann Hulk af Porto. Brassinn myndi kosta United um 20 milljónir punda.

Enski boltinn

Lygilegur sigur Leeds á Man. Utd

Jermaine Beckford, fyrrum leikmaður Uxbridge og Wealdstone, sá til þess að C-deildarlið Leeds sló Englandsmeistara Man. Utd út úr ensku bikarkeppninni í dag. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á heimavelli Man. Utd, Old Trafford.

Enski boltinn

Inter fær ekki að halda Eto´o

Inter fær ekki að nota Kamerúnann Samuel Eto´o í leiknum gegn Chievo á miðvikudag þar sem knattspyrnusamband Kamerún vill fá leikmanninn um leið og það hefur rétt á honum.

Fótbolti

Mancini þurfti tvo trefla í kuldanum

„Það var mjög kalt. Svo kalt að ég þurfti tvo trefla til þess að halda á mér hita," sagði Roberto Mancini, stjóri Man. City, eftir að hans menn höfðu marið sigur á Middlesbrough, 0-1, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Afar kalt var á vellinum og snjóaði lengstum.

Enski boltinn

Coyle mætti ekki á blaðamannafund

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Burnley, lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir sigur Burnley á MK Dons í bikarnum í dag. Fjarvera Coyle gaf sögusögnum um að hann sé á leið til Bolton byr undir báða vængi.

Enski boltinn