Fótbolti

Wenger: Dómarinn gerði hræðileg mistök

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal var allt annað en sáttur með dómarann Martin Hansson eftir 2-1 tap liðs síns gegn Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Dragao-leikvanginum í kvöld.

Enski boltinn

Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar

Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum.

Fótbolti

Hólmfríður var að hugsa um að hætta í fótbolta

Hólmfríður Magnúsdóttir er að hefja sitt fyrsta tímabil í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta með Philadelphia Independence. Fyrir rúmum tveimur árum var hún þó að íhuga að hætta í fótbolta en þetta kemur fram í viðtali við hana Í afmælisriti KR sem kom út í gær og er fjallað um á heimasíðu KR.

Fótbolti

Owen Coyle ætlar að standa með Elmander

Owen Coyle, stjóri Bolton, hvetur Svíann Johan Elmander til að missa ekki trúna á eigin ágæti þrátt fyrir að vera hreinlega fyrirmunað að skora. Elmander hefur skorað tvö mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur ekki að margra mati staðið undir kaupverðinu frá franska liðinu Toulouse.

Enski boltinn

Pellegrini: Sóknarleikurinn var of hægur hjá okkur

„Þetta voru ekki góð úrslit þar sem við töpuðum og náðum ekki að skora útivallarmark en þetta er enginn heimsendir. Ég er sannfærður um að lið mitt nái að snúa taflinu við,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Real Madrid, eftir 1-0 tap liðs síns í fyrri leiknum gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Fótbolti

Beckham: Ég naut þess mjög að spila leikinn

„Þetta var fínt og ég naut þess mjög að spila leikinn. Stuðningsmennirnir voru mér líka góðir og það var frábært að spila þennan leik fyrir fullum leikvangi og mikilli stemningu,“ sagði Beckham eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á San Siro-leikvanginum í kvöld.

Fótbolti

Ferguson: Rooney var stórkostlegur í kvöld

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hrósaði framherjanum Wayne Rooney sérstaklega í leikslok eftir 2-3 sigur liðs síns gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Siro-leikvanginum í kvöld. Rooney skoraði tvö mörk fyrir United og var mjög ógnandi í sóknarleik liðsins.

Fótbolti

Rooney: Við áttum sigurinn klárlega skilið

„Eftir að við komumst í 1-3 þá vorum við eina liðið á vellinum og við áttu sigurinn klárlega skilið. Það er því svekkjandi að við höfum fengið á okkur seinna markið því það heldur AC Milan inni í einvíginu,“ sagði Wayne Rooney í leikslok eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan á San Siro-leikvanginum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Enski boltinn

Drogba: Ég er allt öðruvísi leikmaður en Rooney

Didier Drogba, framherji Chelsea, verður ekkert pirraður á því að vera borinn saman við Wayne Rooney hjá Manchester United. Drogba og Rooney eru ekki bara að keppa um meistaratitilinn með liðum sínum því þeir eiga einnig í harði baráttu um gullskóinn.

Enski boltinn