Fótbolti

Óreyndir fá tækifæri hjá Capello

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, ætlar að nota vináttulandsleikinn gegn Mexíkó á morgun til að gefa óreyndari leikmönnum leikmannahópsins tækifæri til að spila.

Fótbolti

Moratti: Mourinho er ógleymanlegur

Massimo Moratti, forseti Evrópumeistara Inter, vonast enn til að Jose Mourinho verði áfram knatspyrnustjóri félagsins þó svo að allar líkur séu á að hann sé á leið til Real Madrid.

Fótbolti

Katrín skoraði í stórsigri Kristianstad

Kristianstad vann í dag góðan 5-1 útisigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Katrín Ómarsdóttir skoraði eitt mark í leiknum, eftir sendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur.

Fótbolti

Mourinho: Ekkert meira fyrir mig að gera hér

Snillingurinn José Mourinho, þjálfari Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld að hann sé líklega á förum frá félaginu þar sem hann hafi ekkert meira að gera þarna, búinn að vinna allt.

Fótbolti

Goran Pandev: Þetta er draumur

Goran Pandev, leikmaður Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu að þetta væri draumur en hann hefur sigrað þrjá titla á aðeins sex mánuðum með liðinu en Inter keypti leikmanninn frá Lazio í janúar. Inter sigraði FC Bayern 2-0 með mörkum frá Diego Milito.

Fótbolti

Stjóri Blackpool: Ég er að springa úr stolti

Blackpool spilar á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri á Cardiff í dag. Ian Holloway, stjóri Blackpool, fagnaði vel og innilega eftir leik, stoltur af sínum mönnum en liðið þótti líklegt til að berjast í botnbaráttunni fyrir tímabilið. Annað kom á daginn og þeir spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Figo: Lífið heldur áfram sama hvað Mourinho gerir

Inter er nú að undirbúa sig fyrir stórleik kvöldsins en liðið mætir FC Bayern í úrslitaleik meistaradeildar evrópu sem fram fer á heimavelli Real Madrid í Madrídarborg. Mikið hefur verið rætt um framtíð Jose Mourinho, þjálfara Inter, en margir telja að leikur liðsins í kvöld verði kveðjuleikur Portúgalans og að hann taki við stjóra taumunum hjá Real Madrid.

Fótbolti

Chelsea að nálgast Yaya Toure

Yaya Toure, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið frá Börsungum en hann hefur verið orðaður við Arsenal nýverið en nú virðist sem Chelsea ætli að krækja í leikmanninn.

Fótbolti

Forseti Inter segir Mourinho ekki hafa samið við Real Madrid

Massimo Moratti, forseti Inter, vonar að sitt lið komi heim til Ítalíu með bikarinn eftirsótta en þeir mæta FC Bayern í úrslitaleik meistaradeildar evrópu í kvöld. Moratti gat ekki gefið skýr svör um framtíð þjálfara liðsins, Jose Mourinho, en hann hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid.

Fótbolti