Fótbolti

Alonso: Fínn mórall hjá Real

Miðjumaðurinn Xabi Alonso segir að allt tal um einhverja krísu og slæman móral hjá Real Madrid sé tómt kjaftæði. Hann segir ekkert hafa breyst upp á síðkastið hjá liðinu.

Fótbolti

Torres og Gerrard báðir undir hnífinn?

Gleðifréttirnar streyma ekki beint úr Bíltaborginni þessa dagana. Nýjasta nýtt er að Fernando Torres og Steven Gerrard gætu báðir þurft að leggjast undir hnífinn til þess að fá bót meina sinna.

Enski boltinn

Berlusconi: Ég gæti aldrei selt Milan

Forseti AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, segir ekkert hæft í þeim sögum að hann ætli sér að selja Mílanó-liðið. Hann segist ekki geta hugsað sér það.

Fótbolti

Platini: Drogba er fínn náungi

Michel Platini, forseti UEFA, hefur fulla trú á því að framherjinn Didier Drogba hafi lært sína lexíu eftir að hafa fengið þriggja leikja bann fyrir hegðun sína gagnvart dómara í Meistaradeildinni í fyrra.

Enski boltinn

Hamann hefur trú á Benitez

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur trú á því að það sé ótímabært að víkja Rafael Benitez úr starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Enski boltinn

Alfreð: Viking fyrsti kostur

Alfreð Finnbogason, leikmaður Breiðabliks, segir að hann vilji frekar spila hjá Viking í Noregi en West Bromwich í Englandi. Hann er nú á reynslu hjá félaginu sem hefur fylgst með honum í dágóðan tíma.

Fótbolti

OB aftur á toppinn

Rúrik Gíslason var sem fyrr í byrjunarliði OB sem kom sér aftur á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi er liðið gerði jafntefli við Álaborg á heimavelli, 1-1.

Fótbolti

Chelsea ekki á eftir Aguero

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það sé ekki á dagskránni hjá Chelsea að kaupa Argentínumanninn Sergio Aguero frá Atletico Madrid þó svo fjölmiðlar segi annað.

Enski boltinn

Ferguson: Rio mun koma til

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af Rio Ferdinand þó svo hann hafi ekki spilað sérstaklega vel í upphafi leiktíðar og uppskorið mikla gagnrýni.

Enski boltinn

Puyol: Það er engin krísa hjá Barcelona

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki sáttur við þann fréttaflutning að það séu vandræði innan herbúða félagsins. Fréttirnir komu í kjölfarið á jafnteflinu gegn Osasuna um helgina.

Fótbolti