Fótbolti

David James í viðræður við Celtic

Skoska liðið Celtic er að leita sér að markverði eftir að Artur Boruc fór til ítalska liðsins Fiorentina. Neil Lennon, stjóri liðsins, er að vonast eftir því að hinn 39 ára gamli David James standi í marki Celtic í vetur.

Enski boltinn

KR borgaði upp samning Loga - Gaui Þórðar ekki í myndinni

Rúnar Kristinsson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá KR síðdegis í gær. Hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni daginn eftir 3-3 jafnteflið við Hauka en fyrsti leikur hans með liðið er seinni leikurinn gegn Karpaty frá Úkraínu á morgun. Liðið flaug út í nótt en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Karpaty.

Íslenski boltinn

Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum

„Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú" sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2.

Íslenski boltinn

Elva: Ég veit ekki hvað gerðist

„Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð

Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar.

Íslenski boltinn

Loic Remy á óskalista Liverpool?

Loic Remy er kominn á óskalista Liverpool en hann var talinn nálægt því að ganga í raðir West Ham fyrr í sumar. Remy er ekki fastamaður í franska landsliðinu en hefur þó spilað einn landsleik.

Enski boltinn