Fótbolti

Hafnar Adebayor Real Madrid fyrir City?

Emmanuel Adebayor ætlar að berjast fyrir sæti í liði Manchester City í stað þess að fara til Real Madrid eins og sögusagnir benda til. Hann útilokar þó ekki að hann sé á leiðinni frá City í framtíðinni.

Enski boltinn

Ancelotti: Erum að spila PlayStation fótbolta

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, er himinlifandi sem byrjun liðsins í ensku úrvalsldeilinni og segir að liðið sé að spila „PlayStaion fótbolta“. Chelsea hefur farið hamförum í fyrstu tveimur umferðunum í ensku deildinni og unnið báða leiki sína 6-0. Í gær niðurlægðu þeir Wigan á DW vellinum og það er eitthvað sem kætir Ítalann Ancelotti.

Enski boltinn

Áfangaleikur hjá þremur landsliðskonum

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu. Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik.

Fótbolti

Kuyt veit af tilboði Inter Milan

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, veit af áhuga Inter Milan að tryggja sér þjónustu hans áður en félagaskipaglugginn lokar í lok mánaðarins. Umboðsmaður Kuyt greindi frá áhuga Inter Milan fyrr í vikunni en það er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, Rafa Benitez, sem nú er við stjórnartaumana hjá Inter.

Enski boltinn

Ferguson: Owen þarf ekki að hafa áhyggjur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur greint framherjanum Michael Owen frá því að hann sé mikilvægur hlekkur í liðinu og þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni. Owen fékk ekki að spreyta sig gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Newcastle í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar þar sem United fór með öruggan 3-0 sigur af hólmi.

Enski boltinn

Bradley færist nær Villa

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu, segir að það væri heiður að fá að spjalla við Randy Lerner, eiganda Aston Villa, um að verða næsti þjálfari liðsins. Martin O‘Neil sagði stöðu sinni lausri á dögunum eftir ósætti við Lerner.

Enski boltinn

Chelsea vann aftur 6-0

Chelsea rótburstaði Wigan 6-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir það spilaði liðið illa á löngum köflum.

Enski boltinn

Ferguson segir Anderson að þroskast

Sir Alex Ferguson segir að Anderson þurfi að þroskast ef hann ætlar að slá í gegn hjá Manchester United. Hann hefur verið í þrjú ár hjá félaginu en hefur engan veginn réttlætt 18 milljón punda kaupverðið.

Enski boltinn