Fótbolti

Naumt tap Cardiff á útivelli

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff töpuðu í kvöld fyrir Crystal Palace á útivelli, 1-0, í fyrri viðureign liðanna í undaúrslitum enska deildabikarsins.

Enski boltinn

Benzema tryggði Real sigur

Real Madrid er komið áfram í fjórðungúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir 4-2 samanlagðan sigur á Malaga. Karim Benzema tryggði Real 1-0 sigur á útivelli í síðari viðureigninni í kvöld.

Fótbolti

Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni

Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið.

Enski boltinn

Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti

Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu.

Fótbolti

Man City og Inter Milan byrjuð að tala saman um Tevez

Það stefnir í baráttu á milli Mílanó-félaganna um Carlos Tevez því nú hefur Inter Milan blandað sér inn í málið fyrir alvöru. AC Milan hefur undanfarnar vikur reynt að fá Argentínumanninn að láni en nú hafa Inter-menn hafið viðræður við Manchester City um kaup á Tevez.

Enski boltinn

Messi getur jafnað afrek Platini í kvöld

Lionel Messi fær að vita það í kvöld hvort að hann fái Gullboltann þriðja árið í röð og komist þá í hóp með Frakkanum Michel Platini, núverandi forseta UEFA en Platini var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu 1983, 1984 og 1985.

Fótbolti

Tímabilið búið hjá liðsfélaga Heiðars

Alejandro Faurlin, liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Queens Park Rangers, missir af því sem eftir er af tímabilinu eftir að það kom í ljós að hann sleit krossband í hné í bikarleik á móti Milton Keynes Dons um helgina.

Enski boltinn

Birkir með tilboð frá sex löndum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason ákvað að framlengja ekki samning sinn við norska félagið Viking þar sem hann hefur spilað undanfarin sex ár og er nú að leita sér að nýju félagi.

Fótbolti