Fótbolti

Rodgers, stjóri Swansea: Við vorum ótrúlegir

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Fulham á Craven Cottage en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.

Enski boltinn

Emil og félagar áfram á sigurbraut

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu 2-0 sigur á Vicenza í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar og til alls líklegt á lokasprettinum.

Fótbolti

Bale: Það er engin krísa hjá Tottenham

Það hefur lítið gengið hjá Gareth Bale og félögum í Tottenham að undanförnu en velski landsliðsmaðurinn er viss um að þeir geti komist aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætir Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Enski boltinn

Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru

Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Everton og Sunderland þurfa að mætast aftur

Everton og Sunderland þurfa að spila annan leik í átta liða úrslitum enska bikarsins eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Goodison Park í dag. Sunderland komst yfir í upphafi leiks en Everton jafnaði fljótlega og var síðan miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Everton-mönnum tókst hinsvegar ekki að skora og Sunderland fær því annan leik á heimavelli sínum.

Enski boltinn

Messi: Ég vil aldrei fara frá Barcelona

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið hjá félaginu frá því að hann var ellefu ára og það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hann ætlar sér að klára ferilinn í Katalóníu. Messi hefur skorað tólf mörk í síðustu fjórum leikjum Barcelona og næst er leikur á móti Sevilla í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Fótbolti

Forráðamenn Hearts kenna varamönnum um ógreidd laun

Forráðamenn skoska knattspyrnufélagsins Hearts hafa staðfest að félagið nái ekki að greiða leikmönnum sínum laun á réttum tíma í þessum mánuði. Þeir kenna meðalljónum liðsins um sem neituðu að yfirgefa félagið í janúar, þiggja laun sín en leggja ekkert til liðsins.

Fótbolti

Barcelona er of sterkt fyrir Milan

Dregið var í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Heimir Guðjónsson, sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni, segir að Barcelona sé of stór biti fyrir AC Milan. Hann spáir því að Chelsea lendi í vandræðum með Benfica en býst við því að Real

Fótbolti

Wenger vill ekki afskrifa Newcastle og Liverpool

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á góðri leið með að skila sínum mönnum í Meistaradeildina enn eitt árið. Arsenal er búið að vinna fimm leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og er nú í fjórða sætinu með þriggja stiga forskot á Chelsea og aðeins stigi á eftir nágrönnunum í Tottenham.

Enski boltinn

Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku.

Fótbolti

Mancini bað stuðningsmenn City afsökunar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var auðmjúkur eftir að lið hans datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi. City lenti 2-0 undir (3-0 samanlagt) í fyrri hálfleik en skoraði þrjú mörk í seinni og var nærri því búið að tryggja sig áfram í blálokin.

Enski boltinn

Leikdagar klárir fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni

UEFA hefur ákveðið leikdaga fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni en dregið var fyrr í dag. Chelsea mun spila sína leiki við Benfica á sama tíma og Real Madrid mætir APOEL frá Kýpur. Stórleikir Barcelona og AC Milan fara síðan fram á sama tíma og leikir þýska liðsins Bayern München.

Fótbolti