Fótbolti

Skoraði viljandi sjálfsmark og tók 50 milljónir fyrir

Nýjasti sökudólgurinn í stóra svikamálinu í kringum hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum er Atalanta-maðurinn Andrea Masiello en hann var handtekinn í gær grunaður um að hafa þegið dágóða upphæð fyrir að skora viljandi í eigið mark.

Fótbolti

Xavi gæti misst af seinni leiknum á móti AC Milan

Xavi Hernández, leikstjórnandi og varafyrirliði Barcelona, er meiddur á kálfa og það er óvíst hvort að hann geti spilað seinni leikinn á móti AC Milan á morgun en liðin keppa þar um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum en Xavi spilaði 90 mínútur í þeim leik.

Fótbolti

Liðsfélagar Balotelli hjá City búnir að fá nóg af honum

Það er aldrei lognmolla í kringum Mario Balotelli og nú heyrast sögur úr herbúðum Manchester City að liðsfélagar hans í City séu búnir að fá nóg af stælunum í framherjanum. Balotelli fór að rífast við félaga sína í miðjum leik um helgina og lenti síðan í hár saman við einn af reynsluboltum liðsins eftir leik.

Enski boltinn

Ivanovic: Ánægður með Fernando Torres

Branislav Ivanovic segir að Fernando Torres eigi mikinn þátt í bættu gengi Chelsea-liðsins að undanförnu en spænski framherjinn er loksins farinn að skora mörk. Torres er búinn að skora 3 mörk í síðustu 5 leikjum og um helgina batt hann enda á sex mánaða bið eftir marki í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Ajax hirti toppsætið af AZ Alkmaar

Fjórir leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, stimplaði sig á ný inn í liðið þegar hann skoraði eitt mark í 6-0 sigri Ajax á Heracles Almelo.

Fótbolti

Dalglish: Menn voru svekktir og pirraðir

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, viðurkenndi að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið gegn Newcastle vel í dag. Pepe Reina, markvörður Liverpool, fékk meðal annars að líta rauða spjaldið undir lok 2-0 tapleiksins.

Enski boltinn

Adebayor sá um Swansea | Gylfi skorar enn einu sinni á útivelli

Tottenham vann nokkuð þægilegan sigur, 3-1, á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag en Gylfi Sigurðsson skoraði eina mark Swansea í leiknum. Rafael van der Vaart skoraði fyrsta mark Tottenham í leiknum en Emmanuel Adebayor bætti síðan tveimur við í síðari hálfleiknum og gulltryggði stigin þrjú fyrir heimamenn.

Enski boltinn

Dalglish sér ekki eftir að hafa tekið aftur við Liverpool

Það hefur myndast svolítil pressa á Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, síðustu vikur enda finnst mörgum að hann sé ekki á réttri leið með liðið. Dalglish segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að snúa aftur sem stjóri þó svo hann eigi á hættu að skaða goðsagnakennda ímynd sína hjá stuðningsmönnum félagsins.

Enski boltinn