Fótbolti

Rodgers mættur á Anfield - myndir

Brendan Rodgers var í morgun ráðinn stjóri Liverpool. Það er mikil pressa á þessum 39 ára gamla stjóra enda er hermt að Liverpool hafi greitt Swansea 7 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn

UEFA lengir leikbann John Terry

UEFA hefur lengt leikbann John Terry, fyrirliða Chelsea, í Meistaradeildinni og hann mun missa af fyrstu tveim leikjum liðsins í deildinni næsta vetur.

Fótbolti

Porto samþykkir 38 milljóna punda tilboð Chelsea í Hulk

Allt bendir til þess að Brasilíumaðurinn Hulk gangi til liðs við Chelsea. Porto hefur samþykkt 38 milljóna punda, tæplega átta milljarðar íslenskra króna, tilboð Lundúnarliðsins í sóknarmanninn. Hulk gengur nú til samningaborðsins og ræðir við forráðamenn Chelsea um kaup og kjör.

Enski boltinn

Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár

"Ég er að deyja úr stolti,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um það að hafa fengið að bera fyrirliðaband íslenska landsliðsins í leikjunum á móti Frökkum og Svíum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann er sá yngsti síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið

Íslenski boltinn

Frakkar á sigurbraut - unnu Serba í kvöld

Franska fótboltalandsliðið fylgdi á eftir 3-2 sigri á Íslandi á sunnudaginn með því að vinna 2-0 sigur á Serbum í Reims í kvöld. Þetta var þriðji sigur Frakka í röð en þeir unnu einnig Þjóðverja í vináttulandsleik í febrúar.

Fótbolti

Þjóðverjar unnu síðasta leikinn fyrir EM

Þýskaland vann 2-0 sigur á Ísrael í kvöld í síðasta æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku. Þýska landsliðið var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð þar á meðal 3-5 fyrir Svisslendingum um síðustu helgi en sá leikur var spilaður í Basel í Sviss.

Fótbolti

Suarez forvitnast um Juventus

Luis Suarez, framherji Liverpool, virðist ekki alveg vera búinn að útiloka þann möguleika að hann fari frá Liverpool. Hann hefur verið í sambandi við landa sinn sem leikur með Juventus.

Enski boltinn

Helmingur enskra býst við mistökum hjá sínu liði

Slæm mistök og dramatík hafa elt enska landsliðið á röndum í mörg ár. Rob Green gaf skelfilegt mark á HM 2010, Lampard skoraði þá mark gegn Þjóðverjum sem átti að standa og svona mætti áfram telja. Stuðningsmenn enska landsliðsins eiga von á fleiri dramatískum atvikum á EM.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Breiðablik 0-2

Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum.

Íslenski boltinn

Villa of lítið félag fyrir Martinez

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, er hæstánægður með að stjórinn, Roberto Martinez, skuli ekki hafa farið til Liverpool eða Aston Villa. Hann verður að öllum líkindum áfram með Wigan.

Enski boltinn