Fótbolti

David Villa sektaður fyrir fjölskyldukveðjuna

David Villa skoraði sitt fyrsta mark eftir meiðslin þegar Barcelona vann 5-1 sigur á Real Sociedad í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Hann var þá að spila sinn fyrsta deildarleik í átta mánuði.

Fótbolti

McDermott: Línuvörðurinn verður svekktur út í sjálfan sig

Brian McDermott, stjóri Reading, var svekktur eftir 2-4 tap á móti Chelsea á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Reading komst yfir í 2-1 en fékk síðan á sig þrjú mörk í seinni hálfleik, þar af eitt rangstöðumark og lokamarkið þegar allt liðið var komið fram til að freista þess að jafna.

Enski boltinn

Úrslit og markaskorarar kvöldsins í Meistaradeildinni

Fimm leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og eru lið BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og Málaga frá Spáni í bestum málunum eftir 2-0 sigra á heimavelli. Anderlecht og Maribor töpuðu bæði en skoruðu dýrmætt mark á útivelli og ítalska liðið Udinese náði 1-1 jafntefli við Braga í Portúgal.

Fótbolti

Guðjón og Kristinn skoruðu báðir í sigri Halmstad - Guðjón lagði upp tvö

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir á skotskónum með Halmstad í sænsku b-deildinni í kvöld. Halmstad vann þá 3-0 heimasigur á Umeå og er enn með í baráttunni um annað sætið í deildinni sem hefur beint sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Guðjón átti stórleik og kom að öllum þremur mörkunum en hann var með eitt mark og tvær stoðsendingar í leiknum.

Fótbolti

McShane um Guðjón Þórðar: Versti þjálfarinn sem ég hef haft á ferlinum

Paul McShane úthúðar Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara Grindavíkur, í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag en Mcshane var ekki verið í náðinni hjá Guðjóni í sumar og fór til Aftureldingar í síðasta mánuði. Mcshane segir að Guðjón sé versti þjálfarinn sem hann hafi spilað fyrir á 18 ára ferli sínum en Víkurfréttir birti fésbókarfærslu McShane í dag.

Íslenski boltinn

Hazard lagði upp þrjú í 4-2 sigri Chelsea á Reading

Spánverjinn Fernando Torres opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og Eden Hazard lagði upp þrjú mörk Chelsea vann 4-2 sigur á nýliðum Reading á Stamford Bridge í kvöld. Reading komst yfir með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik en varð á endanum að sætta sig við tap.

Enski boltinn

Norðmenn búnir að færa Íslandsleikinn yfir á Ulleval

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun berjast við Belgíu og Noreg um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í haust og einn af mikilvægustu leikjunum er lokaleikur Noregs og Íslands 19. september næstkomandi. Norðmenn eru nú búnir að færa Íslandsleikinn yfir á Ulleval en það kemur fram í frétt inn á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Íslenski boltinn

Gerrard og Suarez hvíldir gegn Hearts

Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel og Glen Johnson ferðuðust ekki með liði Liverpool til Skotlands. Liverpool mætir Hearts í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar í Edinborg annað kvöld.

Enski boltinn

Welbeck fékk nýjan samning

Danny Welbeck hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Manchester United. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður hefur verið á mála hjá United allan sinn feril.

Enski boltinn

Forseti Inter: Cassano getur gert gæfumuninn

Massimo Moratti, forseti Inter, er afar spenntur fyrir því að fá Antonio Cassano til félagsins en hann er við það færa sig um set í Mílanóborg í skiptum fyrir Giampaolo Pazzini sem fer til AC Milan.

Fótbolti

Carvalho á leið til QPR

Enska úrvalsdeildarfélagið QPR er heldur betur að stoppa í götin í vörninni hjá sér. Í morgun var greint frá því að félagið væri að kaupa Michael Dawson frá Tottenham og nú er greint frá því að félagið sé að fá Ricardo Carvalho frá Real Madrid.

Enski boltinn

Antonio Conte úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann

Antonio Conte, þjálfari ítalska meistaraliðsins Juventus, var í dag úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann. Conte áfrýjaði dómi sem féll fyrr í þessum mánuði þar sem hann var fundinn sekur um að hafa vitað um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja hjá Siena sem hann þjálfaði 2010-2011.

Fótbolti

Kom með grís á völlinn

Það er allt leyfilegt á knattspyrnuvöllunum í Brasilíu. Það var endanlega staðfest er eldri kona mætti með grís á völlinn.

Fótbolti

Ragnar í liðinu í sigri á Lille

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem sigraði Lille 1-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaupmannahöfn stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í Frakklandi en liðið sem sigrar í leikjunum tveimur kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Þór/KA færist nær titlinum

Þór/KA steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA er þar með komið með 38 stig verður með minnst sex stiga forystu á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Fótbolti

Þór og Víkingur Ó. færast nær Pepsí deildinni

Topplið fyrstu deildar karla í fótbolta, Þór og Víkingur frá Ólafsvík unnu bæði leiki sína í kvöld þegar 17. umferð deildarinnar lauk með fimm leikjum. Þór sigraði ÍR á útivelli 2-1 og Víkingur Ó. sigraði Hauka á heimavelli sínum 2-0. Fjölnir sem er í þriðja sæti sigraði einnig sinn leik.

Fótbolti

BÍ/Bolungarvík slökkti í vonum Þróttar

BÍ/Bolungarvík sigraði Þrótt á heimavelli sínum í kvöld 2-0 í 1. deild karla í fótbolta. Með sigrinum er sæti BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni svo gott sem tryggt en Þróttur á nú litla möguleika á að komast upp í Pepsí deildina.

Fótbolti

Öruggt hjá ÍBV á Selfossi

ÍBV gerði góða ferð á Selfoss í Pepsí deild kvenna í kvöld þar sem liðið vann öruggan 6-0 sigur. ÍBV komst þar með upp í 31 stig og tímabundið a.m.k. í annað sæti deildarinnar. Selfoss er sem fyrr í 7. sæti með 13 stig.

Fótbolti