Fótbolti

Engin Margrét Lára og Katrín tæp

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í lykilstöðu fyrir lokaleiki sína í undankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 2013. Staðan á toppi riðilsins er vissulega góð en landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf hugsanlega að fara í síðustu tvo leikina án tveggja af allra mikilvægustu leikmönnum liðsins.

Fótbolti

Hefð sem kominn er tími til að breyta

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2014 á föstudagskvöldið þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er fyrsti alvöru landsleikur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck en mikil batamerki hafa verið á liðinu síðan að Svíinn tók við því.

Fótbolti

Sparkaði ekki í bolta í rúma tvo mánuði en það dugði ekki til

Margrét Lára Viðarsdóttir, aðalmarkaskorari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með í lokaleikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Þetta eru leikir á móti Norður-Írlandi og Noregi og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikið áfall fyrir landsliðið að vera án markadrottningarinnar í þessum mikilvægu leikjum.

Íslenski boltinn

Fabregas: Ég er ekki slæmur liðsfélagi

Cesc Fabregas fær enn ekki alltof mörg tækifæri með Barcelona-liðinu en þessi fyrrum fyrirliði Arsenal ætlar að reyna að vera jákvæður þrátt fyrir að sitja mikið á bekknum hjá Barca.

Fótbolti

Ísland upp um tólf sæti

Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsnis, var gefinn út í morgun. Ísland er í 118. sæti og fór upp um tólf sæti eftir sigurinn á Færeyjum í síðasta mánuði.

Fótbolti

Einn þriggja leikmanna sem mátti ekki selja

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist vera hæstánægður í herbúðum ítalska B-deildarliðsins Hellas Verona. Liðið var ekki langt frá því að komast upp í úrvalsdeildina í vor en það endaði í fjórða sæti eftir að hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og tapaði svo í undanúrslitum umspilskeppninnar.

Fótbolti

Adriano hélt sér þurrum í þrettán daga hjá Flamengo

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Adriano á enn í stórkostlegum vandræðum með sjálfan sig og á erfitt með að halda sér frá flöskunni. Ferill hins hæfileikaríka Adriano er ein samfelld sorgarsaga. Eftir að hafa orðið einn hættulegasti framherji heims hjá Inter hefur leiðin legið hratt niður á við.

Fótbolti

Demba Ba má ekki keyra bíl næstu sex mánuði

Demba Ba, framherji Newcastle United, er þekktur fyrir mikinn hraða inn á vellinum en hann vill greinilega líka fara hratt yfir utan vallar. Ba er nú búinn að missa bílprófið sitt eftir að hafa verið tekinn tvisvar sinnum fyrir of hraðann akstur.

Enski boltinn