Fótbolti

Benitez: Ekki viss um að Torres nái fyrri hæðum

Rafael Benitez, nýi stjórinn hjá Chelsea, tjáði sig um spænska framherjann Fernando Torres á þjálfaranámskeiði í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær en seinna um daginn var hann floginn til Englands til að ganga frá samningi við Chelsea.

Enski boltinn

Mancini: Ég óttast það ekki að vera rekinn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekki áhyggjur af starfinu sínu þrátt fyrir að annað árið í röð hafi liðinu mistekist að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. City þurfti að vinna Real Madrid á heimavelli í gær til að halda lífi í voninni um að komast áfram en náði aðeins 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera manni fleiri í tuttugu mínútur.

Fótbolti

Wenger gagnrýnir Abramovich

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gagnrýndi ákvörðun Roman Abramovich um að reka Roberto Di Matteo úr stjórastól félagsins eftir aðeins 262 daga en Wenger var spurður út í breytingarnar hjá nágrönnunum í Chelsea.

Enski boltinn

Di Matteo stoltur af stjóratíð sinni hjá Chelsea

Roberto Di Matteo var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir aðeins 262 daga í starfi en hann talar vel um Chelsea í viðtali við BBC eftir brottreksturinn sem kom mörgum á óvart enda aðeins sex mánuðir síðan að liðið vann Meistaradeildina og enska bikarinn undir hans stjórn.

Enski boltinn

Peðin í stjóratafli Abramovich

Roberto Di Matteo var í gær rekinn sem stjóri Chelsea og nú er að bíða og sjá hvaða stjóri þorir að setjast í heitasta stólinn í boltanum. Það virðist skipta Roman Abramovich engu máli þótt að hann þurfi að eyða milljörðum í starfslokasamninga.

Enski boltinn

Harðjaxlinum Puyol var ekki kalt

Það var kalt í Moskvu í gær þegar Barcelona spilaði gegn Spartak í Meistaradeildinni. Þeir sem fengu það hlutskipti að sitja á bekknum hjá Barcelona gerðu allt hvað þeir gátu til þess að halda á sér hita.

Fótbolti

Luiz Adriano kærður af UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að kæra Brasilíumanninn Luiz Adriano fyrir brot á reglum sambandsins um íþróttamannslega framkomu.

Fótbolti

Hugrakkur stuðningsmaður Celtic

Það er oftar en ekki reynt að skilja stuðningsmenn liða knattspyrnuliða að. Annars gæti fjandinn verið laus. Einn stuðningsmaður Celtic á leik liðsins gegn Benfica var þó alls óhræddur.

Fótbolti

Williams langaði að rota Suarez

Ashley Williams, fyrirliði Swansea, er heldur betur búinn að tendra bálið fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina. Það er nefnilega verið að birta útdrátt úr bók hans í vikunni en þar tekur hann Luis Suarez, leikmann Liverpool, í gegn.

Enski boltinn

Lambert dæmdur í eins leiks bann

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla sinna eftir 5-0 tapleikinn á móti Manchester City um síðustu helgi.

Enski boltinn

Svona verður Meistaradeildin framreidd á sportstöðvunum í kvöld

Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að Zenit St. Petersburg þegar á móti spænska spútnikliðinu Malaga.

Fótbolti