Fótbolti

Michael Owen nýtur þess ekki að spila á móti Liverpool

Michael Owen hefur aldrei náð því að skora á móti Liverpool en hann getur breytt því í kvöld þegar Liverpool og Stoke City mætast í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Owen viðurkennir að hann eigi ekki góðar minningar frá því að mæta sínu uppeldisfélagi.

Enski boltinn

Mourinho ræddi ekkert við Casillas

Það vakti athygli um helgina þegar José Mourinho þjálfari Spánarmeistaraliðs Real Madrid valdi ekki markvörðinn Iker Casillas í byrjunarliðið gegn Malaga. Antonio Adan var valinn í stað hins 31 árs gamla Casilla sem jafnframt er fyrirliði Real Madrid. Casillas segir að Mourinho hafi ekkert rætt við sig um liðsvalið.

Fótbolti

Lionel Messi er falur fyrir 42 milljarða kr.

Besti knattspyrnumaður veraldar verður 31 árs gamall þegar samningur hans við Barcelona rennur út árið 2018. Verðmiðinn á Argentínumanninum er klár ef eitthvað félag hefur áhuga. Hann er samt sem áður ekki tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.

Fótbolti

Neymar í peningavandræðum þrátt fyrir háar tekjur

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er gríðarlega eftirsóttur enda er hinn tvítugi framherji eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum í Brasilíu. Neymar leikur með Santos í heimalandi sínu og lifir þægilegu lífi en samkvæmt grein sem birt var á vef Forbes virðist Neymar ekki hafa góða yfirsýn yfir útgjöld og tekjur.

Fótbolti

Fáir þoldu Zlatan þegar hann hóf ferilinn hjá Ajax

Leo Beenhakker, sem var íþróttastjóri hjá Ajax þegar Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við hollenska knattspyrnuliðið á sínum tíma, segir að sænski landsliðsframherjinn hafi átt erfitt uppdráttar hjá félaginu þegar hann hóf atvinnumannaferilinn. "Hann hagaði sér eins og drullusokkur og eftir þrjár vikur voru aðeins tveir sem höfðu trú á honum, ég og hann sjálfur,“ segir hinn sjötugi Beenhakker í viðtali við The Blizzard.

Fótbolti

Ambrosini vill frekar fá Drogba en Balotelli

Bæði Didier Drogba og Mario Balotelli eru orðaðir við ítalska liðið AC Milan í janúar en liðið er að leita að liðsstyrk. Fyrirliði Milan, Massimo Ambrosini, er þó ekki í vafa um hvorn leikmanninn hann vill fá.

Fótbolti

Mourinho mun ekki segja starfi sínu lausu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við spænska fjölmiðla í gær að hann myndi ekki láta af störfum eftir skelfilegt tap gegn Malaga 3-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattaspyrnu en Real Madrid er eftir ósigurinn 16 stigum á eftir Barcelona.

Fótbolti