Fótbolti

Engin tilboð borist í Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, segir að engin tilboð hafi enn sem komið er borist í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er nú í láni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann slegið í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Hoffenheim til 2014.

Íslenski boltinn

Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.

Fótbolti

Tekur Villas-Boas við Barcelona?

Flestir fjölmiðlar á Spáni og víðar um Evrópu virðast nú á einu máli um að Pep Guardiola muni tilkynna á morgun að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok leiktíðar.

Fótbolti

Gerrard nær bikarúrslitaleiknum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn Steven Gerrard hafi jafnað sig fyllilega á meiðslum sínum og að hann verði klár í slaginn þegar að liðið mætir Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 5. maí.

Enski boltinn

Fjórði sigur Elfsborg í röð

Skúli Jón Friðgeirsson sneri aftur eftir meiðsli og spilaði síðustu mínúturnar er lið hans, Elfsborg, vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Sunderland hjálpar Larsson við að komast á EM

Svíinn Sebastian Larsson er farinn í stutt sumarfrí enda getur hann ekki leikið fleiri leiki með Sunderland í vetur vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af Kieran Richardson en báðir hafa þurft að fara í aðgerða vegna meiðsla sinna.

Enski boltinn

Olic fer til Wolfsburg í sumar

Markamaskínan Ivica Olic er á förum frá FC Bayern í sumar en mun spila áfram í Þýskalandi því hann er búinn að semja við Wolfsburg til tveggja ára.

Fótbolti

Arnar Darri í Stjörnuna

Danski netmiðillinn bold.dk greinir frá því í dag að markvörður U-21 árs landsliðsins, Arnar Darri Pétursson, sé hættur hjá SönderjyskE og genginn í raðir Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Terry fengi ekki að taka á móti bikarnum í München

John Terry fyrirliði enska liðsins Chelsea verður í leikbanni þegar liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þann 19. maí gegn FC Bayern München. Terry mun ekki fá leyfi til þess að sitja á varamannabekknum í leiknum og knattspyrnusamband Evrópu þarf að gefa sérstakt leyfi ef Terry á að fá að taka móti Meistaradeildarbikarnum í leiklok fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

Fótbolti

Meistaradeildarmörkin: Real Madrid - Bayern München

Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni í æsispennandi viðureign í spænsku höfuðborginni í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leikinn.

Fótbolti

Heynckes: Töfrum líkast

Jupp Heynckes, gamalreyndi þjálfari Bayern München, var í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Juventus vill fá Cavani

Það eru margar sögusagnir um Juventus þessa dagana enda er liðið talið ætla að styrkja sig umtalsvert í sumar. Nú er hermt að félagið ætli sér að næla í Edinson Cavani, leikmann Napoli.

Fótbolti