Fótbolti

Sahin lánaður til Dortmund

Tyrkinn Nuri Sahin er farinn frá Liverpool en hann var í láni hjá félaginu frá Real Madrid. Hinn 23 ára gamli Sahin kom við sögu í 12 leikjum Liverpool í vetur og skoraði þrjú mörk. Hann var þó ekki inn í myndinni hjá stjóranum, Brendan Rodgers, lengstum.

Fótbolti

Van Persie og Villas-Boas bestir í desember

Robin van Persie, framherji Manchester United og Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, voru valdir bestir í desembermánuði af valnefnd ensku úrvalsdeildarinnar. Van Persie er besti leikmaður mánaðarins en Villas-Boas besti knattspyrnustjórinn.

Enski boltinn

Katrín samdi við Umeå

Landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er gengin til liðs við Umeå í sænsku úrvalsdeildinni og mun hún spila með liðinu á næsta tímabili.

Fótbolti

Man. City semur við Jamie Oliver

Man. City hefur haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum í janúar. Nú hafa loksins borist fréttir um stórkaup félagsins því það er búið að gera fimm ára samning við sjónvarpskokkinn Jamie Oliver.

Enski boltinn

Barcelona valtaði yfir Cordoba

Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið valtaði yfir neðrideildarlið Cordoba, 5-0. Barcelona vann rimmu liðanna því 7-0 samanlagt en Barca vann fyrri leikinn 2-0.

Fótbolti

Anelka æfir með PSG

Nicolas Anelka æfir með franska liðinu PSG þessa dagana til að halda sér í formi. Hann er þó enn samningsbundinn Shanghai Shenhua.

Fótbolti

Casillas kleip Ronaldo í rassinn

Það hefur verið mikið talað um það í vetur að ekki sé allt í góðu í samskiptum þeirra Iker Casillas og Cristiano Ronaldo en þeir spila saman hjá Real Madrid.

Fótbolti

Eiturlyf og framhjáhald hjá Van der Meyde

Hollendingurinn Andy van der Meyde dregur hvergi undan í sögum um framhjáhald sitt og eiturlyfjanotkun í samtali við útvarpsstöð BBC. Viðtalið er gefið í tilefni af því að hann Van der Meyde er nýbúínn að gefa út ævisögu sína.

Enski boltinn