Fótbolti

AC Milan búið að kaupa Balotelli

Það er búið að ræða um það í allt ár að Mario Balotelli væri á leið til AC Milan en alltaf hefur þeim sögusögnum verið neitað. Þeim sögusögnum verður ekki neitað lengur því Milan er búið að kaupa Balotelli frá Man. City.

Enski boltinn

Mancini: Cesar bjargaði QPR

Manchester City missteig sig illa í kvöld er liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn botnliði QPR. City er því fjórum stigum á eftir Man. Utd og búið að leika einum leik meira.

Enski boltinn

Bíl Scholes stolið heima hjá honum

Það getur stundum borgað sig að vera duglegur og fara út og skafa af bílnum. Það hefur Paul Scholes, leikmaður Man. Utd, nú fengið að reyna en bílnum hans var stolið heima hjá honum.

Enski boltinn

Aron orðinn leikmaður AZ

Aron Jóhannsson skrifaði í dag undir þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar en hann var keyptur til félagsins frá AGF í Danmörku.

Fótbolti

Aron á leið til Hollands

Framherjinn Aron Jóhannsson er á leið til hollenska úrvalsdeildarliðsins og mun skrifa undir samning við félagið í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær og verður formlega orðinn leikmaður í dag. Hjá félaginu hittir hann fyrir Jóhann Berg Guðmundsson.

Fótbolti

Drogba fer til Galatasaray

Kínaævintýri Didier Drogba er lokið. Tyrkneska félagið Galatasaray hefur náð samkomulagi við Shanghai Shenhua um kaup á leikmanninum.

Fótbolti

Xavi samdi til 2016

Barcelona staðfesti í dag að Xavi Hernandez hafi skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til loka tímabilsins 2016.

Fótbolti

Fer fer til Everton

Everton hefur komist að samkomulagi við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente um kaup á miðvallarleikmanninum Leroy Fer fyrir tíu milljónir punda, um tvo milljarða króna.

Enski boltinn

Warnock: Hann féll eins og Drogba

Neil Warnock knattspyrnustjóri ákvað að skella sér í hóp þeirra sem hafa tjáð sig um boltastrákinn sem hélt boltanum frá Eden Hazard leikmanni Chelsea í enska deildarbikarnum í fótbolta og fékk spark í síðuna fyrir. Warnock var ekki hrifinn af framkomu Charlie Morgan.

Enski boltinn

Rodgers lætur ungu strákana heyra það

"Við erum ákaflega vonsviknir. Við byrjuðum báða hálfleika illa og var refsað fyrir,“ sagði Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool eftir 3-2 tapið gegn þriðju deildarliði Oldham í enska bikarnum í dag.

Enski boltinn

Drogba á leið til Galatasaray

Fréttir frá Tyrklandi herma að Didier Drogba hafi skrifað undir 18 mánaða samning við stórlið Galatasaray. Hann gengur til liðs við liðið frá Shanghai Shenhua í Kína.

Fótbolti