Fótbolti

Kolbeinn nær ekki metinu hans Péturs

Það er ekki langt síðan Alfreð Finnbogason sló markamet Péturs Péturssonar yfir flest mörk Íslendings á alþjóðlegum vettvangi á einu ári en annað markamet kappans er öruggt í bili að minnsta kosti eftir leik Íslands og Rússa á Spáni á miðvikudagskvöldið.

Íslenski boltinn

Dómari í Afríkukeppninni settur í bann

Túnisinn Slim Jdidi hefur verið settur í bann hjá afríska knattspyrnusambandinu eftir frammistöðu sína í undanúrslitaleik Búrkína Fasó og Gana í gær. Jdidi er 43 ára gamall dómari sem hefur verið með FIFA-réttindi í fimm ár og er meðal annars á lista yfir þá dómara sem koma til greina fyrir HM í Brasilíu á næsta ári.

Fótbolti

Leiknismenn í úrslitin - unnu Val í vítakeppni

Leiknismenn eru komnir í úrslit Reykjavíkurmóts karla í fótbolta eftir að þeir unnu Val 4-1 í vítakeppni í Egilshöllinni í kvöld. Leiknismenn nýttu allar vítaspyrnur sínar en Valsmenn klúðruðu tveimur af þremur sínum spyrnum.

Fótbolti

Cole orðlaus yfir móttökunum sem hann fékk

Ashley Cole náði tvöföldum áfanga í gær. Hann spilaði sinn 100. landsleik fyrir England og varð um leið fyrsti enski landsliðsmaðurinn sem nær 100 landsleikjum án þess að skora. Það sem meira er þá hefur Cole verið í byrjunarliðinu í öllum sínum landsleikjum.

Enski boltinn

Roma vill fá Blanc

Ítalska félagið AS Roma er í þjálfaraleit eftir að félagið rak Zdenek Zeman um helgina. Félagið hefur nú staðfest að það sé á höttunum eftir Laurent Blanc, fyrrum þjálfara franska landsliðsins.

Fótbolti

Birti mynd með poka fullum af peningum

Michael Chopra, leikmaður Ipswich, hefur lengi átt við spilafíkn að stríða. Það þótti því ekki sérstaklega gott útspil hjá honum að birta mynd af poka fullum af peningnum á Twitter í gær.

Enski boltinn

Ronaldo: Engin ólögleg efni í fótboltanum

Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo segir að notkun ólöglegra lyfja sé ekki vandamál í fótboltanum. Hann hefur ekki nokkra trú á því að einhver knattspyrnumaður hafi tekið ólögleg lyf sem eigi að gera viðkomandi sterkari.

Fótbolti

Lampard nálgast 100 landsleiki

Miðjumaðurinn Frank Lampard hefur staðið sig frábærlega með Chelsea í vetur og skoraði svo sigurmark Englands gegn Brasilíu. Framtíð hans er enn óljós enda ætlar Chelsea ekki að framlengja við hann.

Enski boltinn

Fyrsti sigur Þjóðverja á Frökkum í 26 ár - Úrslit kvöldsins

Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld og Vísir hefur þegar greint frá sigri Rússa á Íslendingum, sigri Englendinga á Brasilíumönnum á Wembley og slöku gengi þjóða sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014. Engu liði í riðli Íslands tókst að vinna sinn leik í kvöld og Sviss var eina þjóðin sem tapaði ekki.

Fótbolti

Búrkína Fasó komið í úrslit Afríkukeppninnar

Það verða Búrkína Fasó og Nígería sem mætast í úrslitaleik Afríkukeppninnar í fótbolta í Suður-Afríku en það var ljóst í kvöld eftir að Burkína Fasó sló Gana út í vítakeppni. Búrkína Fasó og Nígería voru saman í riðli í byrjun keppninnar.

Fótbolti

Tæp sex ár síðan að Kolbeinn skoraði fernu á móti Rússum

Kolbeinn Sigþórsson ber fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Rússum í vináttulandsleik á Marbella á Spáni. Það eru tæp sex ár síðan að hann fór illa með Rússa í leik með 17 ára landsliðinu í milliriðli Evrópukeppninnar.

Fótbolti

Guðjón Pétur hættur hjá Val

Guðjón Pétur Lýðsson hefur spilað sinn síðasta leik með Val og verður ekki með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Knattspyrnufélagið Valur birti fréttatilkynningu á heimasíðu sinni í kvöld. Samkomulag þetta er gert í bróðerni og óska báðir aðilar hvor öðrum alls hins besta í framtíðinni.

Íslenski boltinn

Argentínumenn stilla upp "eins" og Íslendingar í kvöld

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, teflir fram mjög sókndjöfru liði í vináttulandsleiknum á móti Rússlandi á Spáni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport sem og hér á Boltavaktinni á Vísi.

Fótbolti