Fótbolti

Afhausaði vin sinn eftir fótboltarifrildi

Stuðningsmaður Barcelona í Írak hefur verið handtekinn eftir að hafa skorið hausinn af vini sínum, stuðningsmanni Real Madrid. Heimildarmaður úr innanríkisráðuneytinu í Írak staðfestir þetta við fjölmiðilinn Arabstoday.

Fótbolti

Frábær sigur Arsenal dugði ekki til

Hetjuleg barátta leikmanna Arsenal í München í kvöld dugði ekki til þess að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Arsenal vann leikinn, 0-2, og rimman endaði 3-3. Bayern fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fótbolti

Malaga afgreiddi Porto

Malaga er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 sigur á heimavelli gegn Porto í kvöld. Malaga vinnur rimmuna, 2-1.

Fótbolti

Stelpurnar tryggðu sér níunda sætið

Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag.

Íslenski boltinn

Allen þarf að fara í aðgerð

Útlit er fyrir að Joe Allen spili mikið meira með Liverpool á yfirstandandi tímabili. Hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í öxl en enn er óljóst hvenær hann leggst undir hnífinn.

Enski boltinn

Arsenal: Sjö töp í síðustu átta útileikjum

Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal síðustu ár þegar liðið er á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Lærisveinar Arsene Wenger mæta til München í kvöld þar sem þeir mæta Bayern München í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Tekst Arsenal að snúa taflinu við í München?

Arsenal á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Þá sækir liðið Bayern München heim í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þarf að vinna upp 3-1 tap frá því í fyrri viðureign liðanna.

Fótbolti

Galatasaray skellti Schalke

Galatasaray er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur, 2-3, á Schalke í Þýskalandi. Tyrkneska liðið vinnur rimmuna 4-3 samanlagt.

Fótbolti