Fótbolti

Villas-Boas: Ótrúlegar spyrnur hjá Bale

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Gareth Bale að sjálfsögðu mikið eftir 2-1 sigur Tottenham á Lyon í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Bale skoraði bæði mörk leiksins beint út aukaspyrnu þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma.

Enski boltinn

Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka

Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé

Íslenski boltinn

Ný tölvuflaga í fótboltatreyjum framtíðarinnar

Það þarf að breyta fótboltareglunum til þess að leikmenn megi hafa tölvuflögu á fótboltabúningnum sínum. Umræða um slíka framtíðarfótboltabúninga er nú í gangi til að auka eftirlit með leikmönnum inn á vellinum í kjölfar hjartaáfalls Fabrice Muamba í miðjum leik í fyrra.

Fótbolti

Öll liðin í íslenska riðlinum féllu niður FIFA-listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 98. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA eftir að hafa fallið niður um níu sæti frá listanum sem var gefinn út í janúar. Öll sex liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður listann að þessu sinni.

Fótbolti

Bale enn og aftur hetja Tottenham

Gareth Bale tryggði Tottenham 2-1 sigur á Lyon með marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma leiksins. Þrjú glæsileg mörk voru skoruð í leiknum.

Fótbolti

Kolbeinn öflugur í sigri Ajax

Kolbeinn Sigþórsson átti skínandi leik þegar að lið hans, Ajax, vann 2-0 sigur á Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti

Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum

Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum.

Íslenski boltinn

Ísland niður um níu sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið er í 98. sæti á nýjum Styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska liðið fellur um níu sæti frá síðasta lista sem var gefin út 17. janúar síðastliðinn.

Fótbolti

Rakel vildi ekki fara frá Val

Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.

Íslenski boltinn

De Gea fékk mikið hrós frá Ferguson og Giggs

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að sjálfsögðu ánægður með frammistöðu spænska markvarðarins David de Gea í 1-1 jafnteflinu á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. David de Gea sá öðrum fremur til þess að Real-menn skoruðu aðeins eitt mark í leiknum.

Fótbolti

Lennon í launadeilu við Framara

Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín.

Íslenski boltinn

Tevez-málinu loks að ljúka

West Ham mun í sumar klára síðustu greiðslurnar vegna Tevez-málsins svokallaða sem skók félagið árið 2007. Félagið var þá sektað fyrir að hafa samið við leikmann sem var í eigu þriðja aðila en slíkt er ólöglegt á Englandi.

Enski boltinn

Glæsitilþrif De Gea | Myndband

Spánverjinn David De Gea átti frábæran leik í marki Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti