Fótbolti

De Gea valinn í spænska landsliðið

David De Gea, markvörður Manchester United, var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir komandi leiki á móti Finnlandi og Frakklandi í undankeppni HM 2014. De Gea hefur verið valinn í hóp áður en á enn eftir að spila landsleik.

Fótbolti

Sonur Bebeto á leið til Juventus

Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði fæðingu sonar síns með eftirminnilegum hætti þegar hann skoraði mark í leik á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Nú er sonurinn á leið til Juventus á Ítalíu.

Fótbolti

Basel fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Evrópudeildarinnar

Svissneska liðið Basel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA þegar liðið slapp frá Rússlandi með 1-0 tap á móti Zenit St Petersburg þrátt fyrir að missa mann af velli á 45. mínútu. Basel vann samanlagt 2-1.

Fótbolti

Malí að ná Brasilíu á FIFA-listanum

Fimmfaldir heimsmeistarar Brasilíumanna eru aðeins í 18. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag en brasilíska landsliðið hefur aldrei verið jafn neðarlega á þessum lista.

Fótbolti

Áfengisbann í Mílanó

Lögregluyfirvöld í Mílanó hafa stórar áhyggjur af áhorfendum fyrir leik Inter og Tottenham í Evrópudeildinni. Svo miklar að allsherjar áfengisbann er nú í borginni.

Fótbolti

Rio Ferdinand valinn aftur í enska landsliðið

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, kom mörgum á óvart í dag með því að velja Rio Ferdinand, miðvörð Manchester United, í landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti San Marínó og Svartfjallaland í undankeppni HM. Hodgson valdi 26 manna hóp.

Fótbolti

Mourinho: Ronaldo getur gert eins og Giggs og Scholes

Paul Scholes og Ryan Giggs eru enn að spila með liði Manchester United þrátt fyrir að vera að nálgast báðir fimmtugsaldurinn. Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, sér bara eitt standa í vegi fyrir því hvort Cristiano Ronaldo verði eins lengi í boltanum og þeir tveir.

Fótbolti

Tottenham áfram í Evrópudeildinni eftir framlengingu

Tottenham missti niður þriggja marka forskot gegn Inter en skreið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir framlengingu. Spurs vann fyrri leikinn 3-0 og Inter vann það forskot upp. Mark Emmanuel Adebayor í framlengingu kom liðinu áfram.

Fótbolti

Eiga að vera í formi

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær.

Íslenski boltinn