Fótbolti

Þýsku meistararnir misstigu sig annan leikinn í röð

Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi er liðið tók á móti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 1-1. Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem Bayern tapar stigum og því óhætt að segja að liðið fari hægt af stað eftir langt jóla og HM-frí.

Fótbolti

Inter mis­steig sig illi­lega

Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1.

Fótbolti

Kristian Nökkvi lagði upp í tapi

Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins.

Fótbolti

Mynd­band: Frá­bær stoð­sending Alberts

Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í mikilvægum 2-1 sigri liðsins á Benevento í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Markið kom eftir frábært spil leikmanna Genoa og hefur félagið nú birt myndband af markinu á samfélagsmiðlum sínum.

Fótbolti

Topp­liðið kaupir Kiwi­or frá Spezia

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefur fest kaup á varnarmanninum Jakub Kiwior, samherja Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia. Sá er pólskur landsliðsmaður og kostar Arsenal 20 milljónir punda, rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.

Enski boltinn