Fótbolti Matthías lagði upp mark í jafntefli við meistarana Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Start þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á móti norsku meisturunum í Molde. Molde hefur unnið norska meistaratitilinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær undanfarin tvö ár en á enn eftir að vinna leik á þessari leiktíð. Fótbolti 6.5.2013 18:52 Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 6.5.2013 18:45 Íslandsmeistararnir hafa ekki unnið fyrsta leik í sex ár Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina í kvöld þegar þeir taka á móti Keflavík á Kaplakrikavelli en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Það hefur gengið illa hjá ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrstu umferðinni undanfarin ár. Íslenski boltinn 6.5.2013 17:15 Stjarnan hefur aldrei unnið deildarleik á KR-vellinum KR tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla í fótbolta en Garðbæingar eru til alls líklegir í sumar enda komnir með Veigar Pál Gunnarsson í framlínuna við hlið Garðars Jóhannssonar. Íslenski boltinn 6.5.2013 16:30 Framherji til Stjörnunnar Stjarnan hefur fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Megan Manthey, 24 ára bandarískur framherji, er gengin í raðir félagsins. Íslenski boltinn 6.5.2013 16:22 Riise kveður landsliðið John Arne Riise gagnrýndi á dögunum ákvörðun Egils Drillo Olsen að gera sig ekki að varafyrirliða landsiðsins. Í dag tilkynnti hann að hann væri hættur að leika fyrir hönd þjóðar sinnar. Fótbolti 6.5.2013 15:45 Tóm tjara Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Heiðar Helguson sé á leiðinni til ÍBV. Íslenski boltinn 6.5.2013 15:35 O'Shea tryggði tíu mönnum Sunderland stig Sunderland og Stoke gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn fór fram á Leikvangi ljósanna í Sunderland. Sunderland náði í stig þrátt fyrir að leika manni færri í 56 mínútur. Enski boltinn 6.5.2013 15:15 Kona gæti breytt FIFA til hins betra Með sæti ætluðu konu í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins er stórt skref stigið í átt til aukins jafnréttis kynjanna segir hin ástralska Moya Dodd. Hún vonast til þess að ná kjöri til framkvæmdastjórnar FIFA. Fótbolti 6.5.2013 15:00 Heiðar Helguson hvergi nærri hættur Framherjinn Heiðar Helguson sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu væri lokið. Hann er þó ekki hættur að skora. Íslenski boltinn 6.5.2013 12:45 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 6.5.2013 11:22 Fimm mörk Klose á 40 mínútum Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose skoraði fimm mörk á fjörutíu mínútum þegar Lazio tók Bologna í kennslustund í ítölsku knattspyrnunni í gær. Fótbolti 6.5.2013 11:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. Íslenski boltinn 6.5.2013 10:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. Íslenski boltinn 6.5.2013 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. Íslenski boltinn 6.5.2013 10:23 Luiz féll eins og dauður svanur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar Brasilíumanninn David Luiz um stórkostlegan leikaraskap í 1-0 sigri Chelsea á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 6.5.2013 09:45 Enski boltinn: Öll mörk helgarinnar Wigan skoraði þrjú mörk og nældi í jafnmörg stig í heimsókn sinni til West Brom. Liðsmenn Roberto Martinez virðast enn eitt árið líklegir til þess að bjarga sér frá falli á elleftu stundu. Enski boltinn 6.5.2013 09:37 Við Garðar eigum eftir að skora slatta Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003 þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-vellinum. Íslenski boltinn 6.5.2013 08:00 Di Stefano yngir upp Argentínska goðsögnin Alfredo Di Stefano er ekki hættur að skora þó leikmannaferli hans hjá Real Madrid sé fyrir löngu lokið. Markahrókurinn mikli sem er orðinn 86 ára gamall hyggst kvænast 36 ára gamalli konu. Fótbolti 5.5.2013 23:45 Moyes: Fæ aldrei neitt á Anfield David Moyes knattspyrnustjóri Everton kvartaði sáran undan því að enn einn dómurinn gegn liði hans neitaði honum um fyrsta sigurinn á erkifjendunum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin gerðu markalaust jafntefli í dag. Enski boltinn 5.5.2013 23:15 Lét lífið á knattspyrnuleik Stuðningsmaður Kilmarnock lést í dag eftir að hafa fengið hjartaáfall á leik Kilmarnock og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maðurinn sem er á sextugsaldri hneig niður í miðjum leik og lést seinna á sjúkrahúsi. Leiknum var hætt í kjölfarið. Fótbolti 5.5.2013 22:10 Juventus ítalskur meistari í 29. sinn Juventus tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn annað árið í röð með því að vinna 1-0 sigur á Palermo. Þetta er 29. meistaratitilinn félagsins frá upphafi. Fótbolti 5.5.2013 21:53 PSG einum sigri frá titlinum PSG gerði 1-1 jafntefli við Valenciennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG náði þar með sjö stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 5.5.2013 21:06 Kolbeinn og félagar fögnuðu titlinum vel - myndir Kolbeinn Sigþórsson varð í dag hollenskur meistari með félögum sínum í Ajax en liðið tryggði sér titilinn með því að bursta lið Willem II 5-0 á heimavelli. Kolbeinn byrjaði markaveisluna með því að skora fyrsta markið í leiknum. Fótbolti 5.5.2013 21:06 FC Kaupmannahöfn meistari í tíunda sinn FC Kaupmannahöfn tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Bröndby í 30. umferð dönsku deildarinnar. Kaupmannahöfn náði þar með tíu stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 5.5.2013 19:19 Ég hef greinilega fitnað "Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn, bæði áhorfendur og okkur sjálfa, að byrja vel,“ sagði Hermann Hreiðarsson spilandi þjálfari ÍBV. Íslenski boltinn 5.5.2013 19:16 Misjafnt gengi Íslendinganna í Noregi Sarpsborg 08 var eina Íslendingaliðið sem vann sigur í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar fimm leikir voru leiknir. Íslenskir leikmenn komu við sögu í öllum leikjunum fimm. Fótbolti 5.5.2013 19:05 Eiður Smári kom inn af bekknum í endurkomusigri Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu 40 mínúturnar þegar Club Brugge vann 2-1 sigur á Lokeren, fyrsta atvinnumannaliði föður hans, í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 5.5.2013 18:13 Allt snýst um þennan leik hér í Ólafsvík Víkingar úr Ólafsvík spila í dag sinn fyrsta leik í efstu deild karla í fótbolta þegar þeir fá Fram í heimsókn á Snæfellsnesið. Okkar maður er kominn í Ólafsvík og ætlar að segja frá leiknum í dag. Íslenski boltinn 5.5.2013 17:00 Allir leikirnir í Pepsi-deildinni á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta samtímis en það fara fram þrír leikir í dag. Íslenski boltinn 5.5.2013 16:57 « ‹ ›
Matthías lagði upp mark í jafntefli við meistarana Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Start þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á móti norsku meisturunum í Molde. Molde hefur unnið norska meistaratitilinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær undanfarin tvö ár en á enn eftir að vinna leik á þessari leiktíð. Fótbolti 6.5.2013 18:52
Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 6.5.2013 18:45
Íslandsmeistararnir hafa ekki unnið fyrsta leik í sex ár Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina í kvöld þegar þeir taka á móti Keflavík á Kaplakrikavelli en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Það hefur gengið illa hjá ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrstu umferðinni undanfarin ár. Íslenski boltinn 6.5.2013 17:15
Stjarnan hefur aldrei unnið deildarleik á KR-vellinum KR tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla í fótbolta en Garðbæingar eru til alls líklegir í sumar enda komnir með Veigar Pál Gunnarsson í framlínuna við hlið Garðars Jóhannssonar. Íslenski boltinn 6.5.2013 16:30
Framherji til Stjörnunnar Stjarnan hefur fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Megan Manthey, 24 ára bandarískur framherji, er gengin í raðir félagsins. Íslenski boltinn 6.5.2013 16:22
Riise kveður landsliðið John Arne Riise gagnrýndi á dögunum ákvörðun Egils Drillo Olsen að gera sig ekki að varafyrirliða landsiðsins. Í dag tilkynnti hann að hann væri hættur að leika fyrir hönd þjóðar sinnar. Fótbolti 6.5.2013 15:45
Tóm tjara Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Heiðar Helguson sé á leiðinni til ÍBV. Íslenski boltinn 6.5.2013 15:35
O'Shea tryggði tíu mönnum Sunderland stig Sunderland og Stoke gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn fór fram á Leikvangi ljósanna í Sunderland. Sunderland náði í stig þrátt fyrir að leika manni færri í 56 mínútur. Enski boltinn 6.5.2013 15:15
Kona gæti breytt FIFA til hins betra Með sæti ætluðu konu í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins er stórt skref stigið í átt til aukins jafnréttis kynjanna segir hin ástralska Moya Dodd. Hún vonast til þess að ná kjöri til framkvæmdastjórnar FIFA. Fótbolti 6.5.2013 15:00
Heiðar Helguson hvergi nærri hættur Framherjinn Heiðar Helguson sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu væri lokið. Hann er þó ekki hættur að skora. Íslenski boltinn 6.5.2013 12:45
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 6.5.2013 11:22
Fimm mörk Klose á 40 mínútum Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose skoraði fimm mörk á fjörutíu mínútum þegar Lazio tók Bologna í kennslustund í ítölsku knattspyrnunni í gær. Fótbolti 6.5.2013 11:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. Íslenski boltinn 6.5.2013 10:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. Íslenski boltinn 6.5.2013 10:24
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. Íslenski boltinn 6.5.2013 10:23
Luiz féll eins og dauður svanur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar Brasilíumanninn David Luiz um stórkostlegan leikaraskap í 1-0 sigri Chelsea á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 6.5.2013 09:45
Enski boltinn: Öll mörk helgarinnar Wigan skoraði þrjú mörk og nældi í jafnmörg stig í heimsókn sinni til West Brom. Liðsmenn Roberto Martinez virðast enn eitt árið líklegir til þess að bjarga sér frá falli á elleftu stundu. Enski boltinn 6.5.2013 09:37
Við Garðar eigum eftir að skora slatta Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003 þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-vellinum. Íslenski boltinn 6.5.2013 08:00
Di Stefano yngir upp Argentínska goðsögnin Alfredo Di Stefano er ekki hættur að skora þó leikmannaferli hans hjá Real Madrid sé fyrir löngu lokið. Markahrókurinn mikli sem er orðinn 86 ára gamall hyggst kvænast 36 ára gamalli konu. Fótbolti 5.5.2013 23:45
Moyes: Fæ aldrei neitt á Anfield David Moyes knattspyrnustjóri Everton kvartaði sáran undan því að enn einn dómurinn gegn liði hans neitaði honum um fyrsta sigurinn á erkifjendunum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin gerðu markalaust jafntefli í dag. Enski boltinn 5.5.2013 23:15
Lét lífið á knattspyrnuleik Stuðningsmaður Kilmarnock lést í dag eftir að hafa fengið hjartaáfall á leik Kilmarnock og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maðurinn sem er á sextugsaldri hneig niður í miðjum leik og lést seinna á sjúkrahúsi. Leiknum var hætt í kjölfarið. Fótbolti 5.5.2013 22:10
Juventus ítalskur meistari í 29. sinn Juventus tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn annað árið í röð með því að vinna 1-0 sigur á Palermo. Þetta er 29. meistaratitilinn félagsins frá upphafi. Fótbolti 5.5.2013 21:53
PSG einum sigri frá titlinum PSG gerði 1-1 jafntefli við Valenciennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG náði þar með sjö stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 5.5.2013 21:06
Kolbeinn og félagar fögnuðu titlinum vel - myndir Kolbeinn Sigþórsson varð í dag hollenskur meistari með félögum sínum í Ajax en liðið tryggði sér titilinn með því að bursta lið Willem II 5-0 á heimavelli. Kolbeinn byrjaði markaveisluna með því að skora fyrsta markið í leiknum. Fótbolti 5.5.2013 21:06
FC Kaupmannahöfn meistari í tíunda sinn FC Kaupmannahöfn tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Bröndby í 30. umferð dönsku deildarinnar. Kaupmannahöfn náði þar með tíu stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 5.5.2013 19:19
Ég hef greinilega fitnað "Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn, bæði áhorfendur og okkur sjálfa, að byrja vel,“ sagði Hermann Hreiðarsson spilandi þjálfari ÍBV. Íslenski boltinn 5.5.2013 19:16
Misjafnt gengi Íslendinganna í Noregi Sarpsborg 08 var eina Íslendingaliðið sem vann sigur í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar fimm leikir voru leiknir. Íslenskir leikmenn komu við sögu í öllum leikjunum fimm. Fótbolti 5.5.2013 19:05
Eiður Smári kom inn af bekknum í endurkomusigri Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu 40 mínúturnar þegar Club Brugge vann 2-1 sigur á Lokeren, fyrsta atvinnumannaliði föður hans, í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 5.5.2013 18:13
Allt snýst um þennan leik hér í Ólafsvík Víkingar úr Ólafsvík spila í dag sinn fyrsta leik í efstu deild karla í fótbolta þegar þeir fá Fram í heimsókn á Snæfellsnesið. Okkar maður er kominn í Ólafsvík og ætlar að segja frá leiknum í dag. Íslenski boltinn 5.5.2013 17:00
Allir leikirnir í Pepsi-deildinni á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta samtímis en það fara fram þrír leikir í dag. Íslenski boltinn 5.5.2013 16:57