Fótbolti

Gerrard ekki meira með á tímabilinu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur eins og Luis Suarez spilað sinn síðasta leik með liðinu á þessu tímabili. Gerrard var alltaf á leiðinni í aðgerð á öxl og Liverpool gaf það út í dag að aðgerðinni verði flýtt.

Enski boltinn

Mourinho svarar Pepe fullum hálsi

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er allt annað en sáttur við leikmann sinn, Pepe, en varnarmaðurinn sagði að Mourinho ætti að bera meiri virðingu fyrir markverðinum Iker Casillas.

Fótbolti

Wigan tapaði dýrmætum stigum í dramtískum leik

Wigan sá á eftir mikilvægum stigum í kvöld í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-3 tap á móti Swansea á heimavelli. Wigan komst tvisvar yfir í leiknum en það dugði ekki til. Seinni hálfleikurinn bauð upp á fjögur mörk og mikla dramatík.

Enski boltinn

KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar

Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það.

Íslenski boltinn

Skarð Gunnhildar Yrsu vandfyllt

„Við vitum að við verðum í toppbaráttunni og stefnan verður að sjálfsögðu sett á titilinn,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar. Stjarnan varð Íslandsmeistari sumarið 2011 en missti titilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Það var sárabót að Garðbæingar urðu bikarmeistarar.

Íslenski boltinn

Endaði verðlaunakvöldið í steininum

Michael Higdon, 29 ára framherji Motherwell, var á dögunum valinn besti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en hann fór afar sérstaka leið í því að fagna þessum eftirsóttu verðlaunum.

Fótbolti

Matthías lagði upp mark í jafntefli við meistarana

Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Start þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á móti norsku meisturunum í Molde. Molde hefur unnið norska meistaratitilinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær undanfarin tvö ár en á enn eftir að vinna leik á þessari leiktíð.

Fótbolti

Riise kveður landsliðið

John Arne Riise gagnrýndi á dögunum ákvörðun Egils Drillo Olsen að gera sig ekki að varafyrirliða landsiðsins. Í dag tilkynnti hann að hann væri hættur að leika fyrir hönd þjóðar sinnar.

Fótbolti

Tóm tjara

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Heiðar Helguson sé á leiðinni til ÍBV.

Íslenski boltinn

O'Shea tryggði tíu mönnum Sunderland stig

Sunderland og Stoke gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn fór fram á Leikvangi ljósanna í Sunderland. Sunderland náði í stig þrátt fyrir að leika manni færri í 56 mínútur.

Enski boltinn

Kona gæti breytt FIFA til hins betra

Með sæti ætluðu konu í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins er stórt skref stigið í átt til aukins jafnréttis kynjanna segir hin ástralska Moya Dodd. Hún vonast til þess að ná kjöri til framkvæmdastjórnar FIFA.

Fótbolti