Fótbolti

Wicks ekki í marki Þórsara í kvöld

Bandaríski markvörðurinn Joshua Wicks spilar ekki með Þórsliðinu á móti Fylki í kvöld en liðin mætast þá á Fylkisvellinum í 5. umferð Pepsi-deildar karla og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Joshua Wicks segir á twitter-síðu sinni að hann missi af leiknum af því að konan hans á von á sér á hverri stundu.

Fótbolti

Dramatísk jöfnunarmark hjá Hallberu og félögum

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Piteå þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í dag. Þetta var fyrsta stig Piteå-liðsins í langan tíma en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð.

Fótbolti

Lengsta bið í meira en hálf öld

Ólafsvíkur-Víkingar taka á móti Eyjamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klukkan 18.00 í kvöld en Ólsarar eru enn að bíða eftir sínu fyrsta stigi í efstu deild. Það hefur bara eitt lið þurfa að bíða jafnlengi eftir sínu fyrsta stigi í efstu deild og það félag þreytti frumraun sína í efstu deild fyrir meira en hálfri öld síðan.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Þór 1-4 | Fylkismenn niðurlægðir

Þór vann frábæran sigur á Fylki, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbæ. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald og það náðu Þórsarar að nýta sér vel. Tveir sigrar í röð hjá Þór sem hafa sex stig í deildinni en Fylkir hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

Íslenski boltinn

Cristiano Ronaldo markakóngur Meistaradeildarinnar

Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði flest mörk í Meistaradeildinni í ár eða 12 mörk í 12 leikjum. Robert Lewandowski hjá Borussia Dortmund var sá eini sem átti raunhæfa möguleika til að ná Ronaldo í úrslitaleiknum á Wembley en tókst ekki að bæta við þau tíu mörk sem hann var búinn að skora.

Fótbolti

Allt um úrslitaleikinn hjá Þorsteini Joð og félögum

Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Borussia Dortmund í stórskemmtilegum úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu og eftir leikinn fóru Þorstein Joð og gestir hans yfir leik allt það helsta í leiknum.

Fótbolti

Robben: Þetta varð bara að gerast núna

Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum.

Fótbolti

Bæjarar fagna sigri í Meistaradeildinni - myndir

Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Fögnuður liðsmanna Bayern var mikill í leikslok enda höfðu margir leikmenn liðsins þurfta að sætta við tvö töp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum.

Fótbolti

Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin

Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok.

Fótbolti

Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.

Fótbolti

Leiknismenn í góðum gír á Húsavík

Leiknismenn sóttu þrjú stig á Húsavík í kvöld þegar liðin mættust í 3. umferð 1. deildar karla. Reykjavíkurmeistararnir voru búnir að gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en lönduðu nú fyrsta sigri sínum þegar þeir mættu nýliðum Völsungs.

Íslenski boltinn

Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn.

Fótbolti

Margrét Lára skoraði en Kristianstad tapaði 3-4

Íslendingaliðið Kristianstad tapaði 3-4 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í dag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta. Kopparbergs/Göteborg skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum eftir að Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í 3-3.

Fótbolti

Fer frá Napoli til Internazionale

Walter Mazzarri verður nýr þjálfari ítalska liðsins Internazionale frá Mílanó en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Mazzarri hefur gert frábæra hluti með Napoli á fjórum tímabilum sínum þar.

Fótbolti