Fótbolti

Margrét Lára fimmta markahæst

Markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur verið iðinn við kolann með Kristianstad á tímabilinu.

Fótbolti

Skora á Hermann að "drulla" sér vestur

Forsvarsmenn Mýrarboltans, sem fram fer árlega á Ísafirði um Verslunarmannahelgina, hafa skorað á Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, að gegna stöðu yfirmanns dómaramála fari svo að ÍBV tapi gegn BÍ/Bolungarvík í kvöld.

Íslenski boltinn

Sandra kemur inn í hópinn í stað Þóru

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í staðinn fyrir Þóru B. Helgadóttur sem tognaði aftan í læri í leik LdB Malmö og Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Íslenski boltinn

Danaleikurinn notaður til að svara spurningum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson mun nota vináttulandsleikinn gegn Dönum til að fá svör við ákveðnum spurningum varðandi liðið. Þjálfarinn mun síðan í framhaldinu af því velja 23 manna lokahóp fyrir EM í Svíþjóð.

Fótbolti

Stórkostleg markvarsla Þóru

Þóra Björg Helgadóttir, markvörður LdB Malmö, kom í veg fyrir að Tyresö nældi í öll þrjú stigin með frábærri markvörslu skömmu fyrir leikslok í 2-2 jafntefli liðanna í kvöld.

Fótbolti

Sölvi er sigurvegari

"Ég kem til með að sakna Kaupmannahafnar mikið. Héðan á ég góðar minningar," segir Sölvi Geir Ottesen í kveðjuinnslagi á heimasíðu FC Kaupmannahafnar.

Fótbolti

Gunnhildur Yrsa meidd

Líklegt er að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hafi svitnað þegar hann fylgdist með gangi mála hjá landsiðsmönnum í leikjum með liðum sínum í kvöld.

Fótbolti

Messi sver fyrir skattsvik

Spænsk skattayfirvöld hafa Argentínumanninn Lionel Messi undir smásjá sinni. Messi er grunaður um að hafa svikið um fjórar milljónir evra, andvirði 640 milljónum íslenskra króna, undan skatti.

Fótbolti

Edda ekki valin í landsliðið

Hvorki Edda Garðarsdóttir né Sif Atladóttir eru í íslenska landsliðshópnum sem mæta Dönum í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Svíþjóð í sumar.

Fótbolti