Fótbolti

Helgi Valur spilar fjóra leiki til viðbótar með AIK

Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson mun spila með portúgalska félaginu CF Os Belenenses á komandi leiktíð en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Helgi Valur flytur þó ekki út fyrr en eftir leik AIK-liðsins á móti BK Hacken sem fer fram 22. júlí og á því eftir að spila fjóra leiki með sænska félaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu AIK í dag.

Fótbolti

Helgi Valur mættur til Portúgal

Það bendir flest til þess að landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson gangi í raðir portúgalska félagsins Belenenses. Helgi Valur er mættur til Portúgal og mun fara í læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Fótbolti

Sanogo til Arsenal

Enska knattspyrnuliðið Arsenal hefur fengið til liðsins franska leikmanninn Yaya Sanogo en hann gerir langtímasamning við liðið.

Enski boltinn

Djorou lánaður til Hamburg

Arsenal er byrjað að taka til í leikmannamálum sínum fyrir veturinn. Nú í fyrstu eru menn á leið út. Johan Djorou hefur verið lánaður til Hamburg í Þýskalandi og Nicklas Bendtner er líklega einnig á förum.

Enski boltinn

Rooney og Moyes funda á morgun

David Moyes, stjóri Man. Utd, mun setjast niður með Wayne Rooney á morgun til þess að ræða stöðu hans hjá félaginu. Rooney hefur farið fram á sölu en United neitar að selja hann.

Enski boltinn

Eiður Smári var uppáhaldið hans Hasselbaink

Eiður Smári Guðjohnsen og Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink léku saman í framlínu Chelsea á árunum 2000 til 2004, frá því Chelsea keypti þá sumarið 2000. Hasselbaink kom frá Atlético de Madrid en Eiður Smári frá Bolton.

Enski boltinn

Thelma með tvö í mikilvægum sigri - úrslit kvöldsins

Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí.

Íslenski boltinn

Monaco verslar og verslar

Hið moldríka franska félag, AS Monaco, er enn með veskið galopið og félagið er nú búið að kaupa sjöunda leikmanninn á skömmum tíma.

Fótbolti

Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið

Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik.

Íslenski boltinn