Fótbolti

Moyes: Við þurfum á Hernandez að halda

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, vill meina að liðið þurfi nauðsynlega á Javier Hernandez að halda en Mexíkóinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliði United á tímabilinu en samt sem áður skorað mikilvæg mörk.

Enski boltinn

Rúrik var almennilegur við Ronaldo

"Ég er almennilegur að eðlisfari og gat ekki sagt nei,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason í laufléttu spjalli um treyjuskipti sín við portúgalska knattspyrnuundrið Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Ekki illt á milli mín og þjálfarans

„Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins.

Fótbolti

Úlfur mun aðstoða Bjarna Guðjóns

„Við leyfðum Bjarna að stjórna þessu alfarið og hann vandaði sig gríðarlega við að finna sinn aðstoðarmann. Bjarni vildi ráða inn mann sem myndi vega upp á móti hans karakter og þeir gætu unnið vel saman sem teymi,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. Félagið hefur ráðið Úlf Blandon sem aðstoðarþjálfara karlaliðsins og mun hann verða hægri hönd Bjarna Guðjónssonar sem tók við liðinu í síðasta mánuði.

Íslenski boltinn

Skytturnar vopnaðar í ár

Arsenal er með fimm stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni eftir sannfærandi sigur í toppslagnum við Liverpool. Nú sjá menn raunhæfa möguleika fyrir lærisveina Wengers að enda alltof langa bið eftir titli.

Enski boltinn

Hodgson horfir til Berahino

Talið er að Roy Hodgson þjálfari enska landsliðsins í fótbolta muni velja framherjan unga Saido Berahino í landsliðshóp sinn fyrir komandi æfingaleiki Englands í mánuðinum.

Enski boltinn

Adebayor: Kemst ekki neðar

Emmanuel Adebayor framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham segir að hann „komist ekki neðar“ eftir að hafa verið gjörsamlega frystur hjá félaginu í upphafi leiktíðar.

Enski boltinn

Loksins sigur hjá Club Brugge

Club Brugge batt endi á þriggja leikja taphrinu þegar liðið lagði Lokeren 1-0 í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Eiður Smári lék síðustu 20 mínútur leiksins.

Fótbolti

Heerenveen tapaði í Utrecht

Utrecht skellti Heerenveen 2-0 á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen.

Fótbolti

Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram

Framarar styrktu hjá sér vörnina í dag þegar miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Tryggvi verður langreynslumesti nýliðinn í Framliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar.

Íslenski boltinn

Halmstad fer í umspilið

Sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í dag með heillri umferð. Kristinn Steindórsson og félagar í Hamlstad þurfa að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni eftir að liðinu mistókst að vinna Brommapojkarna á heimavelli.

Fótbolti

Hellas Verona með góðan sigur

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona eru aftur komnir í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á Cagliari á heimavelli í dag.

Fótbolti

Jol óttast ekki að verða rekinn

Martin Jol framkvæmdarstjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham óttast ekki að verða rekinn frá félaginu en liðið hefur aðeins náð í tíu stig í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og tapað þremur leikjum í röð.

Enski boltinn