Fótbolti

Börsungar fengu góða hjálp

Lið Barcelona lenti í kröppum dansi gegn Villareal á útivelli í kvöld, en hafði að lokum 3-2 sigur og er enn á lífi í baráttunni um spænska meistaratitilinn.

Fótbolti

Stórsigur Sunderland

Gus Poyet og lærisveinar hans í Sunderland unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Cardiff City í miklum fallslag í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Hólmfríður opnaði markareikninginn

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði annað mark Avaldsnes í 3-0 sigri liðsins á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í dag, en þetta var fyrsta mark hennar á tímabilinu.

Fótbolti

FH sigursælastir í Lengjubikarnum

Sem kunnugt er varð FH Lengjubikarmeistari í gær eftir öruggan 4-1 sigur á Breiðabliki á Samsung vellinum í Garðabæ. Hafnarfjarðarliðið hefur nú unnið Lengjubikarinn oftast allra liða (sex sinnum) frá því að mótinu var hleypt af stokkunum árið 1996.

Íslenski boltinn

Höfum ekki samið við nýjan þjálfara

Hollenska dagblaðið Der Telegraaf greindi frá því í morgun að Louis van Gaal hefði náð samkomulagi um að taka við Manchester United eftir að hollenska landsliðið lýkur leik á HM í Brasilíu í sumar, en van Gaal hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Manchester United eftir að David Moyes var látinn taka pokann sinn fyrr í vikunni.

Enski boltinn

Rodgers hefur aldrei sofið betur

Liverpool getur lætt um níu puttum á enska meistaratitilinn á morgun ef liðinu tekst að leggja Chelsea á morgun. Liverpool er með fimm stiga forskot á Chelsea og getur því gert út um meistaravonir Jose Mourinho og lærisveina hans í leiknum.

Enski boltinn

Rose í aðalhlutverki

Danny Rose var heldur betur í aðalhlutverki þegar Tottenham Hotspur vann 1-0 sigur á Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Draumabyrjun Giggs

Ryan Giggs fékk heldur betur óskabyrjun sem stjóri Manchester United, en lið hans bar sigurorð af Norwich með fjórum mörkum gegn engu á Old Trafford í dag.

Enski boltinn

Vilanova er látinn

Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri.

Fótbolti