Fótbolti

Zidane tekur upp hanskann fyrir Gerrard

Franska fótboltagoðsögnin Zinedine Zidane er ekki sáttur við þá gagnrýni sem Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fær í nýútkominni bók Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Man. Utd.

Fótbolti

Pellegrini: Þetta var sárt

Það var þungt yfir stjóra Man. City, Manuel Pellegrini, eftir tapið gegn Chelsea. Hann neitaði meðal annars að taka í hönd kollega síns, Jose Mourinho.

Enski boltinn

Mark Arnórs dugði ekki til

Flestir stuðningsmenn Helsingborg héldu líklega að landsliðsmaðurinn Arnór Smárason hefði tryggt liðinu sigur með marki 25 mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslagnum í Danmörku

Randers og FC Kaupmannahöfn skildu jöfn 1-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers líkt og Ragnar Sigurðsson gerði fyrir FCK.

Fótbolti

Roma enn með fullt hús

Roma vann Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag og er því enn með fullt hús stiga eftir níu umferðir og fimm stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti

Besti framherji heims andstæðingur Íslands

Pep Guardiola segir króatíska framherjann Mario Mandzukic vera þann besta í heimi. Mandzukic mun að öllum líkindum leika í fremstu víglínu Króatíu gegn Íslandi í umspilinu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Fótbolti

Poyet: Missi vonandi ekki hárið

Gus Poyet er staðráðinn í að njóta lífsins sem knattspyrnustjóri Sunderland en hann stýrir liðinu í annað sinn í dag þegar liðið tekur á móti erkifjendum sínum í Newcastle klukkan 13:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Alexander Már semur við Fram

Nýráðinn þjálfari Fram, Bjarni Guðjónsson, heldur áfram að semja við unga og efnilega leikmenn. Nú hefur framherjinn Alexander Már Þorláksson skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn

Þrenna hjá Suarez

Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á WBA. Luis Suarez skoraði fallegu þrennu og Daniel Sturridge skoraði gull af marki.

Enski boltinn