Enski boltinn

Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield

Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum.

Enski boltinn

Arsenal blandar sér í kapphlaupið um Griezmann

Arsenal ætlar ekki að horfa á eftir Antoine Griezmann til Manchester United án baráttu ef marka má enska fjölmiðla en sagt er að Arsenal sé tilbúið að borga riftunarverðið í samningi hans og borga honum 250 þúsund pund á viku.

Enski boltinn

Mane gæti náð leiknum gegn Chelsea

Liverpool sendi einkaþotu á eftir Sadio Mane í von um að hann geti verið til taks þegar liðið mætir Chelsea á þriðjudaginn næstkomandi en það má svo sannarlega segja að Liverpool hafi saknað hans í janúar.

Enski boltinn