Enski boltinn

Man. Utd orðað við Sneijder enn á ný

Þó svo Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, láti annað í ljós þá búast flestir við því að hann versli í janúar. United er með fjölda leikmanna á meiðslalistanum og liðinu vantar klárlega styrkingu.

Enski boltinn

Eiður Smári verður gestur í Sunnudagsmessunni

Þrír leikir fara fram í dag og kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Allir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport 2 og verður ítarleg umfjöllun um jólaleikina kl. 21.30 í Sunnudagsmessu Guðmundar Benediktssonar. Gestur þáttarins í kvöld verður Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður AEK í Grikklandi.

Enski boltinn

Bale sá um Norwich

Tottenham var aðeins annað af toppliðunum á Englandi sem náði að vinna sinn leik eftir jól. Spurs vann góðan sigur á Norwich í kvöld, 0-2.

Enski boltinn

Wayne Bridge undir smásjá Wenger

Arsene Wenger framkvæmdarstjóri Arsenal segist ekki hafa gert tilboð í vinstri bakvörðinn Wayne Bridge hjá Manchester City en viðurkennir að hann sé að að skoða hvað sé í boði í ljósi meiðsla Andre Santos og Kieran Gibbs.

Enski boltinn

Dalglish: Sama sagan

"Ég hef gefið þetta viðtal áður. Markið gegn okkur var gott, færin sem við sköpum okkur voru góð en við getum ekki sagt aftur og aftur að við mættum markverði í banastuði," sagði Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool eftir 1-1 jafnteflið gegn Blackburn í dag.

Enski boltinn

Villas-Boas: Erfitt úr þessu

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea segir að það verði erfitt fyrir lið sitt að vinna enska meistaratitilinn úr þessu eftir að hafa tapað tveimur stigum á heimavelli gegn Fulham í dag.

Enski boltinn

WBA fyrst til að halda hreinu á móti Man. City | Öll úrslitin í enska

Manchester City tapaði enn á ný stigum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Brom. City-liðið hefur aðeins náð í tvö stig út úr síðustu þremur útileikjum sínum og fyrir vikið eru nágrannarnir í Manchester United búnir að ná þeim að stigum á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið hjá Cardiff

Cardiff City náði aðeins 1-1 jafnefli á móti Watford í ensku b-deildinni í dag og Aron Einar Gunnarsson og félagar hafa því ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Lindegaard búinn að halda fimm sinnum hreinum í sex leikjum

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er heldur betur búinn að minna á sig í baráttunni um markvarðarstöðuna í Manchester United því hann er búinn að halda hreinu í fimm leikjum í röð og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Enski boltinn