Enski boltinn

Smalling "bara með hálsbólgu“

Alex Ferguston, stjóri Manchester United, segir það rangt að Chris Smalling sé með einkirningasótt eins og enska dagblaðið Daily Mail fullyrti í morgun. Hann sé hins vegar með hálskirtlabólgu en verði aftur klár í slaginn von bráðar.

Enski boltinn

Giggs: Reynslan nýtist United vel í titilbaráttunni

Ryan Giggs er viss um að það muni hjálpa Manchester United í titilbaráttunni á móti Manchester City að liðið búi yfir meiri reynslu af því að spila undir pressu. Manchester-liðin eru jöfn að stigum á toppnum en United-menn hafa nýtt sér það að City-liðið hefur verið að tapa stigum að undanförnu.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Spænska deildin er betri en sú enska

Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að hann sé að spila í bestu deild í heimi. Flestir líta á sem svo að enska úrvalsdeildin sé besta fótboltadeildin í dag en Portúgalinn er ekki sammála. Hann er á sínu þriðja tímabili með Real Madrid.

Enski boltinn

Steve Kean þakklátur Sir Alex

Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur fengið slæma meðferð hjá stuðningsmönnum félagsins í kjölfar slæms gengis liðsins og hann er sérstaklega þakklátur Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, fyrir að hafa haft samband og stappað í hann stálinu eftir tapleikinn á móti Bolton á dögunum.

Enski boltinn

Ferill Vidic ekki í hættu

Umboðsmaður Nemanja Vidic segir sögusagnir um að hnémeiðsli Nemanja Vidic muni mögulega binda endi á feril hans rangar. Hann muni spila aftur á næsta ári.

Enski boltinn

Hunt: Við verðum bara líka að fara að hópast að dómurunum

Stephen Hunt, verðandi liðsfélagi Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá Wolverhampton Wanderers, segir að leikmenn Úlfanna verði að gera meira af því að reyna að hafa áhrif á dómarana í leikjum sínum. Hann var mjög ósáttur með hvernig Arsenal-menn hópuðust að dómaranum og "pöntuðu" rauða spjaldið á Nenad Milijas í jafntefli liðanna í vikunni.

Enski boltinn

Enrique: Carroll mun standa sig

Bakvörðurinn Jose Enrique hjá Liverpool hefur fulla trú á því að Andy Carroll geti staðið sig vel hjá félaginu og að hann muni senn byrja að raða inn mörkunum.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Eiður Smári tjáir sig um Torres og Chelsealiðið

Eiður Smári Guðjohnsen gjörþekkir enska úrvalsdeildarliðið Chelsea enda lék íslenski landsliðsmaðurinn rúmlega 260 leiki með félaginu á árunum 2000-2006. Eiður varð tvívegis enskur meistari með Chelsea, 2004 og 2005. Atvinnumaðurinn tjáði sig um Chelsea liðið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2.

Enski boltinn

Messan: Eiður Smári ræðir um framtíðina og íslenska landsliðið

Eiður Smári Guðjohnsen var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gærkvöld og þar ræddi knattspyrnumaðurinn um framtíðaráform sín. Eiður er að jafna sig eftir fótbrot sem hann varð fyrir í leik með gríska liðinu AEK um miðjan október s.l. en hann gerði samning til tveggja ára við AEK s.l. sumar.

Enski boltinn

Redknapp: Bale er gallalaus

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var vitanlega hæstánægður með frammistöðu Gareth Bale sem skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins á Norwich í gær. Mörkin má sjá hér fyrir ofan.

Enski boltinn