Enski boltinn

Bendtner kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Swansea

Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, mun að öllum líkindum hafa brotið kinnbein í gær þegar lið hans mætti Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland vann leikinn 2-0 en Bendner þurfti að yfirgefa grasið eftir aðeins tíu mínútna leik.

Enski boltinn

Welbeck tryggði United stigin þrjú gegn Arsenal

Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur, 2-1, gegn Arsenal á Emirates-vellinum í dag. Sigurmark United kom tíu mínútum fyrir leikslok og því er staðan á toppi deildarinnar eins eftir leiki dagsins. Danny Welbeck var hetja Manchester og skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning hjá Antonio Valencia.

Enski boltinn

Henry gæti misst af Manchester United leiknum

Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn.

Enski boltinn

Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum.

Enski boltinn

Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton

Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna.

Enski boltinn

Michael Owen komið með sitt eigið App

Michael Owen er einn þekktasti knattspyrnumaður heims þó svo að hann hafi ekki mikið spilað með liði sínu, Manchester United, undanfarið vegna meiðsla. Hann hefur þó greinilega nýtt tímann vel því kappinn er kominn með glænýtt svokallað "App“ fyrir iPhone, iPod Touch og iPad.

Enski boltinn

Ferguson segir Solskjær geta höndlað pressuna á Old Trafford

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins.

Enski boltinn