Sport

Fabregas ætti að ná Manchester United leiknum

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, meiddist í tapleiknum á móti Braga í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og það var óttast í fyrstu að hann yrði frá í þrjár vikur og myndi jafnvel missa af leiknum við Manchester United sem fer fram 13. desember næstkomandi.

Enski boltinn

Formúlu 1 meistarinn keppir í kappakstursmóti meistaranna

Sextán ökumenn eru skráðir í kappkstursmót meistaranna, Race of Champions sem fer fram í Düsseldorf í Þýskalandi um helgina. Meðal ökumanna er Sebastian Vettel, nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, auk Michael Schumacher, Alain Prost, Sebastian Loeb og Michael Doohan, sem allr eru heimsþekktir akstursíþróttamenn

Formúla 1

NBA í nótt: Enn tapar Miami

Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95.

Körfubolti

Júlíus: Jafntefli hefði verið sanngjarnast

Júlíus Jónasson, þjálfari Valsmanna, þurfti að horfa upp á sína menn tapa í sjöunda sinn í átta leikjum þegar liðið tapaði 23-22 fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn náðu að jafna leikinn átta sekúndum fyrir leikslok en Haukum tókst að skora sigurmarkið áður en lokaflautið gall.

Handbolti

Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum

Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum.

Handbolti

Löwen að missa af lestinni - Sigrar hjá Kiel og Berlin

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen er að missa af lestinni í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar eftir tap, 32-31, fyrir toppliði HSV í kvöld. Löwen leiddi lengstum en Hamburg steig upp undir lokin og vann leikinn. Löwen er fimm stigum á eftir Hamburg eftir tapið í kvöld.

Handbolti

FCK tapaði í Rússlandi

Danska liðinu FCK mistókst að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið tapaði, 0-1, fyrir Rubin Kazan í Rússlandi. FCK er samt enn í öðru sæti fyrir lokaumferðina í riðlinum með stigi meira en Rubin.

Fótbolti

Rooney: Vil hjálpa þeim ungu eins og Giggsy og Scholesy hjálpuðu mér

Wayne Rooney hefur ekki aðeins skrifað undir fimm ára samning við Manchester United því hann talar nú um að það spila jafnlengi hjá félaginu eins og Ryan Giggs, Gary Neville og Paul Scholes. Rooney var á leiðinni frá Old Trafford í október en vinnur nú hörðum höndum að því að sanna tryggð sína við félagið á nýjan leik.

Enski boltinn

Þórir eftirlitsmaður á White Hart Lane í kvöld

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Tottenham og Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti