Sport

Tveir fyrstu keppnisdagarnir gerðu út um vonir Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu í golfi sem fram fer á Spáni. Íslandsmeistarinn sýndi ágætis tilþrif á síðustu tveimur keppnisdögunum en afleitt gengi hans á fyrsta keppnisdeginum gerði út um möguleika hans á að komast áfram.

Golf

Sunnudagsmessan: Pamela hafði rangt fyrir sér

Hundurinn Pamela fékk tækifæri til þess að sýna spádómsgáfu sína í Sunnudagsmessunni um s.l. helgi. Þar giskaði hún á úrslitin í leik Liverpool og Aston Villa. Pamela spáði Aston Villa sigri á útivelli og þar hafði hún rangt fyrir sér þar sem að Liverpool sigraði örugglega, 3:0.

Enski boltinn

Júlíus: Nóttin var erfið

Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari í handbolta segir að leikmenn hefðu þurft sinn tíma til að jafna sig á tapinu gegn Króatíu í gær.

Handbolti

26 stig frá Loga var ekki nóg fyrir Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings náðu ekki að vinna topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í gær þrátt fyrir að íslenski bakvörðurinn hafi átt mjög góðan leik. Solna tapaði þá 71-79 á heimavelli á móti LF Basket.

Körfubolti

Ray Wilkins: Rekinn vegna rifildis við Roman

Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarstjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea, hefur nú sagt frá ástæðunni fyrir því að hann var rekinn frá félaginu á dögunum. Brottreksturinn kom öllum á óvart enda hefur Wilkins verið virtur í sínu starfi. Það borgar sig víst ekki að deila við eigandann, Rússann Roman Abramovich.

Enski boltinn

Rooney: Ánægður með formið og frammistöðuna

Wayne Rooney, framherji Manchester United, var sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gær en með því tryggði United sér sigur í sínum riðli. Rooney náði ekki að skora í leiknum en átti marga góða spretti og flottar sendingar.

Fótbolti

NBA: Dallas vann sinn tíunda leik í röð

Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns.

Körfubolti

Nýjasta gælunafn O´Neal: Shaq-a-Claus

Það eru fáir betri því að stela sviðsljósinu en NBA-körfuboltamaðurinn Shaquille O'Neal sem hefur byrjað frábærlega með Boston Celtics í vetur. Shaquille hefur brugðið sér í allra kvikinda líka á löngum og farsælum ferli og nú ætlar hann að gleðja unga Boston-búa fyrir jólin.

Körfubolti

Þorgerður Anna: Allt of stórt tap

Þorgerður Anna Atladóttir átti góða innkomu í síðari hálfleik gegn Króatíu í kvöld og skoraði fjögur góð mörk. Ísland tapaði þó leiknum, 35-25, í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Danmörku og Noregi.

Handbolti

Anna Úrsúla: Náðum ekki að klukka þær

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir nýtti þau færi sem hún fékk gegn Króatíu í kvöld vel en segir að varnarleikurinn hefði þurft að vera miklu betri. Ísland tapaði leiknum, 35-25, í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Noregi og Danmörku.

Handbolti

Sir Alex: Rooney að verða betri með hverjum leik

Manchester United tók toppsætið í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Valencia í kvöld. Sir Alex Ferguson eyddi flestum sínum kröftum eftir leik í að hrósa sóknarmanninum Wayne Rooney sem sé enn betur að finna taktinn með hverjum leiknum.

Fótbolti

Harpa Sif: Spila meira með hjartanu

Harpa Sif Eyjólfsdóttir sagði að íslensku stelpurnar hafi ekki spilað eins og lagt var upp með fyrir leikinn gegn Króatíu í kvöld. Ísland tapaði, 35-25, í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku og Noregi.

Handbolti

Redknapp: Algjör snilld að vinna riðilinn

„Þegar dregið var í riðla sagði ég að þetta yrði mjög erfiður riðli. Ég tel þetta hafa verið sterkasta riðilinn og að enda á toppi hans er algjör snilld," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.

Fótbolti

Guðmundur: Var köflótt hjá okkur

„Við minnkuðum muninn í eitt mark í seinni hálfleiknum og áttum alla möguleika en það þurfti meira í kjölfarið. Það þurfti betri vörn og það þurfti betri sóknarleik eftir þennan góða kafla," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Svíþjóð í kvöld.

Handbolti

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð og mætir Noregi á morgun

Svíþjóð vann Ísland 31-26 í Heimsbikarnum í handbolta í kvöld. Sænska liðið var 19-14 yfir í hálfleik. Það er því ljóst að Ísland mun leika gegn Noregi um þriðja sætið á mótinu á morgun en heimamenn í Svíþjóð leika gegn Dönum í úrslitum.

Handbolti

Ashley Cole og Nicolas Anelka verða hvíldir á morgun

Ashley Cole og Nicolas Anelka fóru ekki með Chelsea til Marseille þar sem að liðið mætir heimamönnum í lokaleik riðilakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn skiptir ekki miklu máli því það er þegar ljóst að Chelsea-liðið vinnur riðilinn og Marseill fylgir þeim í 16 liða úrslitin.

Enski boltinn