Sport

Fernando Torres að bíða eftir barni

Í þessum skrifuðu orðum er í gangi leikur Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hófst klukkan 20:00. Fernando Torres er ekki með Liverpool í kvöld þar sem hann er mættur á fæðingardeildina ásamt eiginkonu sinni.

Enski boltinn

Þurftu að borga fyrirfram á Pizza Hut

Hópur hörundsdökkra leikmanna hjá enska 2. deildarliðinu Bournemouth var beðinn um að borga máltíð sína fyrirfram á veitingastaðnum Pizza Hut þar í bæ. „Það er útaf því hvernig þið lítið út," sagði starfsmaður staðarins.

Enski boltinn

Guti klessukeyrði bílinn sinn blindfullur

Jose Maria "Guti" Gutierrez, fyrrum leikmaður Real Madrid, er ekki í góðum málum í Tyrklandi eftir að hann klessukeyrði bílinn sinn í nótt og það sem meira var kappinn var blindfullur. Guti hefur verið ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en sem betur fer hans vegna slasaðist enginn í árekstrinum.

Fótbolti

Birgir Leifur: „Gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig"

„Ég er gríðarlega vonsvikinn út í sjálfan mig. Ég missti algjörlega trúna á því sem ég var búinn að gera á einu augnabliki,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir slæmu gengi hans á fyrstu tveimur keppnisdögunum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Golf

Hver verður næsti stjóri Newcastle?

Newcastle er nú í leit að sínum áttunda knattspyrnustjóra á sex ára tímabili. Chris Hughton var sparkað í dag og ræða menn ýmsar hugmyndir um hver taki við af honum. Við skulum líta á nokkra kosti.

Enski boltinn

Birgir Leifur bætti sig um 7 högg en staða hans er vonlítil

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á 73 höggum í dag eða 3 höggum yfir pari á öðrum keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir bætti sig um 7 högg frá því á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 80 höggum.

Golf

Vermaelen spilar ekkert fyrr en á næsta ári

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen muni ekkert spila með liðinu fyrr en á næsta ári. Vermaelen meiddist á hásin með belgíska landsliðinu á móti Tyrklandi í undankeppni EM í byrjun september og hefur verið frá síðan þá.

Enski boltinn

Avram Grant: West Ham liðið er á réttri leið

Avram Grant, stjóri West Ham, segist trúa því að hans menn komist fljótt af botni ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham tapaði 0-1 á móti Sunderland í gær og er aðeins með 12 stig út úr fyrstu sextán leikjunum. Liðið er þremur stigum á eftir Fulham sem er í síðasta örugga sætinu.

Enski boltinn

Öll mörk helgarinnar á visir.is

Átta leikir fóru fram um helgina þegar 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst. Leik Blackpool og Manchester United var frestað vegna snjókomu og í kvöld tekur Liverpool á móti Aston Villa. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is.

Enski boltinn

Ancelotti sefur ekki vel þessa dagana

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann eigi erfitt með að slaka á þessa vikurnar en segist þó ekki hafa áhyggjur af starfinu sínu. Það hefur lítið gengið hjá Chelsea undanfarið í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur aðeins náð í 5 stig af síðustu 18 mögulegum og er fyrir vikið dottið niður í 3. sæti.

Enski boltinn

Kenny Miller til Milan í janúar?

Skoski landsliðsmaðurinn Kenny Miller hjá Glasgow Rangers er orðaður við ítalska stórveldið AC Milan. Miller er þrítugur sóknarmaður og hefur verið funheitur á yfirstandandi tímabili.

Fótbolti

Redknapp: Hefðum átt að nota Jordan

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir að enska undirbúningsnefndin sem stóð að umsókn Englands um HM árið 2018 hafi gert mistök að nota ekki fyrirsætuna umdeildu Jordan sem „aðalvopnið“ í kynningarátakinu.

Enski boltinn