Körfubolti

Ingi Þór og Hrafn búnir að velja Stjörnuliðin sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson mætast í Stjörnuleiknum.
Ægir Þór Steinarsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson mætast í Stjörnuleiknum.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, munu stýra liðunum í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Seljaskólanum á laugardaginn.

Byrjunarliðin voru valin á netinu en Ingi Þór og Hrafn völdu síðan sjö leikmenn til viðbótar í lið sín í dag. Ingi Þór mun stýra liði Landsbyggðarinnar en Hrafn stýrir liði Höfuðborgarsvæðisins.

Leikmennirnir í Stjörnuleik KKÍ í ár:

Landsbyggðin:

Byrjunarlið valið af aðdáendum:
Sean Burton, Snæfell
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Jón Ólafur Jónsson, Snæfell
Lazar Trifunovic, Keflavík (Páll Axel gaf ekki kost á sér)
Ryan Amaroso, Snæfell

Ingi Þór Steinþórsson valdi eftirfarandi leikmenn í lið sitt:
Ellert Arnarson, Hamar
Darri Hilmarsson, Hamar
Ragnar Nathanaelsson, Hamar
Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík

Höfuðborgarsvæðið:

Byrjunarlið valið af aðdáendum:
Pavel Ermolinskij, KR
Ægir Þór Steinarsson, Fjölnir
Marvin Valdimarsson, Stjarnan
Jovan Zdravevski, Stjarnan
Fannar Ólafsson, KR

Hrafn Kristjánsson valdi eftirfarandi leikmenn í lið sitt:
Kelly Biedler, ÍR
Semaj Inge, Haukar
Brynjar Þór Björnsson, KR
Finnur Atli Magnússon, KR
Tómas Heiðar Tómasson, Fjölnir
Justin Shouse, Stjarnan
Fannar Freyr Helgason, Stjarnan

Stjörnuleikshátíðin hefst klukkan 14.00 með spennandi og skemmtilegri dagskrá. Áætlað er að Stjörnuleikurinn hefjist um 15.45.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.