Sport

Halldór rekinn frá Haukum - Gunnar Berg og Birkir Ívar taka við

Halldór Ingólfsson var í dag rekinn sem þjálfari karlaliðs Hauka í N1 deild karla í handbolta. Halldór tók við liði Hauka síðasta sumar af Aroni Kristjánssyni sem hafði gert Hauka að Íslandsmeisturum tvö í röð. Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson taka við liðinu samkvæmt heimildum ruv.is.

Handbolti

Bjargar 140 gráðu frost West Ham frá falli?

Robbie Keane framherji West Ham vonast til þess að hann verði fljótari að jafna sig á meiðslum sem hrjáð hann í kálfa með því að fara í "ískalda“ meðferð sem felst í því að vera í nokkrar mínútur í klefa þar sem er 140 stiga frost. Framhaldið er spennandi því meðferðin gæti bjargað liðinu frá falli ef Keane kemst í lag á ný og fer að skora mörk.

Enski boltinn

Rooney slakur á kantinum

Vinnuþjarkurinn Wayne Rooney segir að sér sé alveg sama þó svo hann sé að spila út úr stöðu hjá Man. Utd þessa dagana. Hann geri það sem þarf til að hjálpa liðinu.

Enski boltinn

Nýi Kani Fjölnismanna er nafni þess gamla

Fjölnismenn hafa gert enn eina breytinguna á bandarískum leikmanni liðsins. Grafarvogsliðið lét Brandon Springer fara og fékk í staðinn nafna hans Brandon Brown. Brandon Brown spilar sinn fyrsta leik með Fjölni þegar liðið sækir KFÍ heim á Ísafjörð í kvöld.

Körfubolti

Tæknistjóri Williams segir nýliðann Maldonado hæfileikaríkan

Williams Formúlu 1 liðið frumsýndi í dag bíl sinn formlega í Englandi eins og hann verður í keppni hvað litaval varðar. Við það tækifæri sagði Sam Michael, tæknistjóri liðsins að nýi ökumaður liðsins, Pastor Maldonado væri með náttúrulega hæfileika við stjórnun Formúlu 1 bíls.

Formúla 1

Zhirkov íhugar að yfirgefa Chelsea

Fastlega má búast við því að Rússinn Yuri Zhirkov yfirgefi herbúðir Chelsea næsta sumar. Zhirkov mun gera tilraun til þess að koma sér aftur í lið Chelsea. Gangi það ekki mun hann fara frá félaginu.

Enski boltinn

Jósef á leið til Búlgaríu

Bakvörðurinn sterki Jósef Kristinn Jósefsson mun ekki spila með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar því hann er farinn til Búlgaríu þar sem hann mun skrifa undir samning við PSFC Chernomorets Burgas.

Íslenski boltinn

Jón Halldór: Stoltur af stelpunum

"KR er með ótrúlega vel mannað lið og ég er stoltur af stelpunum að hafa unnið þær bæði í bikarnum og svo aftur hér í kvöld,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á KR í kvöld.

Körfubolti