Sport

Auðvelt hjá Kiel sem komst áfram

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel er liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri á Kolding frá Danmörku, 36-29.

Handbolti

Stefán: Höfðum ákveðið frumkvæði allan tíman

„Ég er virkilega ánægður með það að vera komin í úrslit,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn Fylki í dag. Með sigrinum komst Valur í úrslitaeinvígið gegn Fram annað árið í röð. Leikurinn var aldrei spennandi og lauk með sigri Vals 28-20.

Handbolti

Íris Björk: Sýndum frábæran karakter

Íris Björk Símonardóttir markvörður kvennaliðs Fram í handknattleik átti glimrandi leik í dag og varði 17 skot í sigurleik gegn Stjörnunni 21-22. Fram tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitum N1-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum.

Handbolti

Dortmund skrefi nær titlinum

Dortmund vann sannfærandi 4-1 sigur á Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í dag og er þar með skrefi nær titlinum. Dortmund hafði ekki unnið í tvo síðustu leiki sína og var því sigurinn kærkominn í dag.

Fótbolti

Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni

Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins.

Handbolti

Man. Utd skoraði fjögur mörk á 19 mínútum

Wayne Rooney skoraði þrennu á 14 mínútum og sá til þess að Man. Utd vann lygilegan sigur, 2-4, á West Ham í dag. Man. Utd gat ekkert í 65 mínútur en lokakaflinn þar sem liðið skoraði fjögur mörk á 19 mínútum verður lengi í minnum hafður. United er komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Arsenal getur minnað þann mun síðar í dag.

Enski boltinn

Birna fyrst til að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um titilinn

Birna Valgarðsdóttir fyrirliði Keflavíkurliðsins í Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður í eldlínuni í dag í fyrsta leik úrslitaeinvígisins á móti Njarðvík. Birna brýtur þá blað í sögu úrslitakeppni kvenna með því að verða fyrsti leikmaðurinn sem nær því að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um titilinn.

Körfubolti

Forseti Barcelona: Við vinnum Real 5-0 í bikarnum

Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitum spænsku bikarkeppninnar þann 20. apríl næstkomandi og telur forseti síðarnefnda félagsins, Sandro Rosell, að sínir menn geti leikið eftir 5-0 sigur liðsins á Real í deildinni í haust.

Fótbolti

Hreggviður: Engir meistarataktar í vörninni

"Varnarleikurinn var dapur og við vorum alls ekki að sýna neina meistaratakta á því sviði,“ sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, eftir tap liðsins á heimavelli gegn Keflavík, 135-139, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Staðan í einvíginu er þar með 2-1 fyrir KR.

Körfubolti

Hörður Axel: Enginn í Keflavík hafði áhuga á sumarfríi

"Þetta er hrikalega sætur sigur. Við vorum með bakið upp við vegg og núna snúum við þessu einvígi við,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, kátur í leikslok eftir frækinn sigur Keflavíkur á KR, 135-139, í mögnuðum leik í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld.

Körfubolti