Umfjöllun: Valur í úrslit eftir öruggan sigur gegn Fylki Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2011 17:21 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir á milli þeirra Sunnu Maríu Einarsdóttur, til vinstri, og Sunnu Jónsdóttur, til hægri. Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5 Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5
Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira