Sport

Teitur: KR-ingarnir bara betri

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum.

Körfubolti

Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík.

Körfubolti

Hrafn: Ég svíf um á skýi

„Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla.

Körfubolti

Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1.

Körfubolti

Man. Utd tapaði mikilvægum stigum

Man. Utd varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Newcastle. United er með sjö stiga forskot á Arsenal eftir leikinn en hefur leikið einum leik meira.

Enski boltinn

Öruggur sigur hjá Löwen

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst í kvöld upp að hlið Kiel í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

Handbolti

El-Hadji Diouf: Hef alltaf borið virðingu fyrir Gaddafi

El-Hadji Diouf, núverandi leikmaður Rangers og fyrrum leikmaður Liverpool, Bolton Wanderers, Sunderland og Blackburn, er þekktur fyrir að segja hluti sem vekja oft ekki miklar vinsældir á sumum stöðum. Nú síðasta hefur hann talað um vinskap sinn við Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu.

Enski boltinn

Brjóta KR-ingar hundrað stiga múrinn áttunda leikinn í röð?

KR-ingar geta sett nýtt met í úrslitakeppninni í kvöld skori liðið hundrað stig eða meira í fjórða leik lokaúrslitanna á móti Stjörnunni. KR-ingar geta því ekki aðeins tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn því með því að skora hundrað stig bæta þeir met Keflvíkinga frá 2003.

Körfubolti

Ágúst farinn með stelpurnar til Tyrklands

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, stýrir landsliðinu í fyrsta sinn um páskana en hann er nýtekinn við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Stelpurnar eru í æfingabúðum í Tyrklandi og munu spila þrjá leiki við Pólland og Tyrkland í ferðinni.

Handbolti

Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn

Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Puyol getur spilað bikaúrslitaleikinn á móti Real

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Það var staðfest á heimasíðu Barcelona í dag að Josep Guardiola geti notað miðvörðinn reynslumikla á morgun.

Fótbolti

Teitur: Fór aðeins yfir strikið

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta.

Körfubolti

Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins

Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun.

Formúla 1

Oddur heldur út til Þýskalands í dag

"Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar,” sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga.

Handbolti

Kristinn: Við erum virkilega svekktir

„Ég er auðvita drullu svekktur, við ætluðum okkur áfram og ekkert annað,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. HK-ingar eru komnir í sumarfrí eftir tap gegn Akureyri í oddaleik undanúrslitana.

Handbolti

Atli: Heimavöllurinn á eftir að skila okkur langt

"Seinni hálfleikurinn var í raun okkar frá fyrstu mínútu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Akureyri komst í gær í úrslitaeinvígið gegn FH í N1-deild karla eftir góðan sigur gen HK í oddaleik.

Handbolti

Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur

"Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda.

Handbolti

FH rúllaði yfir Fram - myndir

FH komst í úrslit N1-deildar karla í gær með sannfærandi stórsigri á Fram í Kaplakrika. Jafnt var á tölum í fyrri hálfleik en aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik.

Handbolti