Sport

Víkingum er spáð ellefta sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Þetta er spá þeirra sem standa fyrir utan liðið en alls ekki okkar spá, við ætlum ekki að láta hana rætast,“ sagði Andri Marteinsson þjálfari Víkings í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Víkingum er spáð falli af sérfræðingum Stöðvar 2 sport en liðið endar í 11. sæti af alls 12 liðum ef spáin gengur upp.

Íslenski boltinn

Stjörnukonur slógu Þór/KA út fyrir norðan

Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í fótbolta með 3-1 sigri á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA var yfir í hálfleik en Stjörnukonur skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum.

Fótbolti

Berbatov spilar gegn Arsenal

Leikmenn Man. Utd eru smám saman að skríða saman og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur nú staðfest að Dimitar Berbatov geti spilað með liðinu gegn Arsenal á sunnudag. Berbatov hefur misst af síðustu tveim leikjum liðsins vegna meiðsla.

Enski boltinn

Fylki er spáð áttunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Miðað við gengið í fyrra þá er spáin um áttunda sætið raunhæf en miðað við gengið í vor hjá okkur þá er þetta kannski ekki alveg það sem maður myndi halda,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Fylki er spáð 8. sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. „Ég tel að leikmannahópurinn sé mun breiðari en í fyrra,“ bætti Ólafur við en hann telur að FH, KR og Valur séu líklegust til afreka í sumar.

Íslenski boltinn

Keflavík er spáð sjöunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Við erum ekkert síður sterkari en í fyrra, við erum með öðruvísi lið. Það eru að koma inn yngri leikmenn í okkar lið og við erum að fara í gegnum umbreytingar og byggja upp nýtt lið. Það er mikil áskorun fyrir mig og alla sem koma að fótboltanum í Keflavík,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn

Nielsen: Róbert kemur ekki til AGK

Hinn yfirlýsingaglaði eigandi danska handboltaliðsins AGK, Jesper Nielsen, hefur nú greint frá því að ekkert verði af því að Róbert Gunnarsson gangi í raðir AGK í sumar.

Handbolti

Fram er spáð sjötta sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Hópurinn okkar hefur þroskast í vetur en það verður spennandi fyrir okkur að sjá. Ég þekki Arnar Gunnlaugsson afar vel en ég hefði viljað fá hann aðeins yngri, en Arnar er góður drengur og þokkalegur í fótbolta,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram m.a. í Keflavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn

Sigurður tekur við Keflavíkurliðinu

Sigurður Ingimundarson hefur gert tveggja ára samning við Keflavík um að taka við karlaliði félagsins. Sigurður var látinn fara frá Njarðvík á miðjutímabili en snýr nú aftur á heimaslóðirnar. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.

Körfubolti

Meistaranum Vettel hlakkar til næsta móts eftir páskaeggjaát

Forystumaður stigamótins í Formúlu 1, Sebastian Vettel nýtti páskafríið vel og hitti vini sína og gæddi sér á nokkrum páskaeggjum eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel og Mark Webber, liðsfélagi hans hjá Red Bull keppa næst í Tyrklandi um aðra helgi og kunna báðir vel við mótssvæðið.

Formúla 1

Valsmönnum er spáð fimmta sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Það er bara eðlilegt að þeim liðum sem gekk vel í fyrra sé spáð góðu gengi. Ef maður lítur yfir leikmannahópana hjá hverju liði fyrir sig þá lítur leikmannahópur FH hrikalega vel út. Þeir geta stillt upp nánast tveimur jafnsterkum liðum,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Val m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn

Guðmundur Hólmar: Þetta er búið að vera skrautlegt

Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, hefur mikið verið í umræðunni eftir fyrsta leik Akureyrar og FH. Guðmundur fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en slapp við bann þar sem dómarar leiksins skiluðu ekki inn agaskýrslu eftir leik. Við það var formaður dómaranefndar HSÍ ósáttur.

Handbolti

Meistaraliðinu er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Ég geri ráð fyrir að þær forsendur sem liggja að baki þessari spá sé undirbúningstímabilið og hvernig hin liðin eru að spila. Ég veit ekki hvort þetta sé raunhæf spá eða ekki – en spár eru skemmtilegar og þær gefa vísbendingar,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks sem er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deild karla af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Rætt var við Ólaf í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var í gær og er umfjöllunin um liðið í heild sinni í myndbandinu.

Íslenski boltinn

Eyjamönnum er spáð þriðja sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Okkur var spáð 10. sætinu í fyrra en markmiðið er að gera betur, það er markmiðið í öllu námi og allri þjálfun,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Eyjamönnum er spáð þriðja sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport en í myndbandinu má sjá hluta úr upphitunarþætti um Pepsi-deildarinnar frá því í gærkvöld þar sem fjallað var um ÍBV liðið.

Íslenski boltinn

Wenger sjaldan verið eins svekktur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, dregur ekki fjöður yfir það að tímabilið í ár sé gríðarleg vonbrigði. Hann gefur í skyn að þetta sé hans erfiðasta tímabil síðan hann tók við liðinu árið 1996.

Enski boltinn

KR-ingum er spáð öðru sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Okkur hefur gengið mjög vel á undirbúningstímabilinu og ef menn eru að dæma út frá því þá er það kannski raunhæft að KR sé spáð öðru sætinu.KR er gamalreyndur klúbbur með flesta titla, og við eigum bara að setja stefnuna hátt, “ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn

FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Það hefur verið markmið FH síðustu ár að keppa um þessa titla sem eru í boði þannig að það hlýtur að vera raunhæft að okkur sé spáð titlinum. Ef ég ætti að segja að eitthvað annað lið en FH verði Íslandsmeistarar þá held ég að ég ætti að snúa mér að einhverju öðru starfi,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn