Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna 31. maí 2011 19:46 Jenson Button, Jessica Mishibata og Lewis Hamilton í Mónakó. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira