Sport

Thiago samningsbundinn Barcelona til 2015

Spænska stórliðið Barcelona var ekki lengi að tryggja það að ungstirnið Thiago Alcantara sé ekki á leið neitt annað á næstu árum. Hann skrifaði í dag undir nýjan samning sem gildir til ársins 2015.

Fótbolti

Sunderland klófesti Wickham

Einn eftirsóttasti táningur Bretlandseyja, Connor Wickham, gekk í dag til liðs við Sunderland sem keypti hann fyrir 8,1 milljón punda frá Ipswich. Kaupverðið getur hækkað upp í tólf milljónir punda ef honum gengur vel hjá Sunderland.

Enski boltinn

PSG vill fá Clichy

Það er enn rætt um framtíð Gael Clichy hjá Arsenal en jafnvel er búist við því að hann yfirgefi Lundúnafélagið í sumar eftir átta ára vist undir væng Wenger.

Enski boltinn

Maicon mun ekki yfirgefa Inter

Umboðsmaður brasilíska bakvarðarins Maicon hjá Inter segir það ekki vera í spilunum að skjólstæðingur sinn fari til Spánar eins og fjölmiðlar hafa verið að gefa í skyn síðustu daga.

Fótbolti

Man. City gefst upp á Sanchez

Man. City hefur játað sig sigrað í baráttunni um Alexis Sanchez. City hefur boðið best allra liða í leikmanninn en hann hefur ekki áhuga á því að koma til Englands.

Enski boltinn

Aguero í viðræðum við Juventus

Það virðist loksins ætla að verða af því í sumar að Sergio Aguero yfirgefi herbúðir spænska liðsins Atletico Madrid í sumar. Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu sumur.

Fótbolti

Villas-Boas: Ég er ekki sérstakur

Hinn nýi stjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, var formlega kynntur til leiks í dag og hann mætti þá ensku pressunni í fyrsta skipti sem knattspyrnustjóri Chelsea. Þjálfaranum er iðulega líkt við landa sinn og fyrrum lærimeistara, Jose Mourinho, en Villas-Boas er ekki hrifinn af því.

Enski boltinn

Di Matteo snýr aftur á Stamford Bridge

Allt útlit er fyrir að Ítalinn Roberto Di Matteo verði hægri hönd André Villas-Boas hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Þjálfarateymi Portúgalans verður kynnt í dag og vekur ráðning Di Matteo mesta athygli.

Enski boltinn

Svífumst einskis til þess að halda liðinu uppi

Staða Víkings í Pepsi-deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteinssonar.

Íslenski boltinn

Veiðisaga úr Blöndu

Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa.

Veiði

Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á

Svæði 1 í Blöndu er að nálgast 200 laxana, voru komnir 191 á land í gær og e-ð bæst við síðan þá. Af svæði 3 er búið að skrá einhverja laxa en af svæðum 2 og 4 eru litlar fréttir. Líkast til hefur verið talsvert hark þar í kulda og leiðinda veðri.

Veiði

Engin lax gengin í Leirvogsá?

Svo virðist sem að lax sé ekki genginn í Leirvogsá. Í það minnsta hefur enginn slíkur verið færður til bókar fyrstu þrjá daga tímabilisins.

Veiði

Góður gangur í Elliðaánum

Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní.

Veiði

Frábær sigur hjá Þór/KA gegn Breiðablik í markaleik

Þór/KA gerði góða ferð í Kópavoginn í dag og náði í þrjú stig með 4-2 sigri á Blikum. Akureyringar voru marki undir þegar hálftími lifði leiks en gáfust ekki upp. Stelpurnar að norðan skoruðu þrjú mörk á tæpum fimmtán mínútum og tryggðu sér sigur í opnum og skemmtilegum leik.

Íslenski boltinn

De Gea fór næstum til Wigan

Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær spænski markvörðurinn David De Gea skrifar undir samning við Man. Utd. Hann er staddur í Manchester þar sem hann hefur verið að gangast undir læknisskoðun hjá United.

Enski boltinn