Sport

Hrafnhildur: Gaman að vera til núna

Landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir geislaði af gleði er hún hitti Sigurð Elvar Þórólfsson að máli í Santos í kvöld. Stelpurnar okkar voru þá nýbúnir að vinna glæsilegan sigur á Þýskalandi.

Handbolti

Anna Úrsúla: Það gekk allt upp hjá okkur í dag

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var valin maður leiksins af mótshöldurum í sigurleiknum á Þýskalandi í kvöld en hún var frábær í vörninni og fiskaði þrjú vítaköst á lokasprettinum. Anna Úrsúla var kát í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson í þættinum hjá Þorsteini Joð Vilhjálmssyni á Stöð 2 Sport.

Handbolti

Ágúst þjálfari mun hlaupa upp 20 hæðir á hótelinu í kvöld

"Ég var víst búinn að lofa því að hlaupa upp allar 20 hæðirnar á hótelinu ef stelpurnar myndu vinna. Ég mun að sjálfsögðu rúlla því upp," sagði sigurreifur þjálfari Íslands, Ágúst Þór Jóhannsson, í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. "Ég mun reyna að komast hjá því í kvöld en ég kemst tæplega upp með það."

Handbolti

Fimmtán sigrar í röð hjá Kiel

Það er ekkert lát á ótrúlegu gengi liðs Alfreðs Gíslasonar, Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni en liðið vann sinn fimmtánda leik í röð í þýsku deildinni í kvöld.

Handbolti

HM 2011: Svartfjallaland valtaði yfir Kína

Svartfjallaland átti ekki í vandræðum með að landa stórsigri gegn Kína í fyrsta leik dagsins í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Santos. Svartfjallaland sigraði með 27 marka mun, 42-15, en staðan í hálfleik var 23-8.

Handbolti

Heinevetter er veikur

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter er tæpur fyrir leik Füchse Berlin gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti

Anelka á leið til Kína

Samkvæmt frétt sem birtist á vef Sky Sports hefur franski framherjinn Nicolas Anelka komist að samkomulagi við kínverska félagið Shanghai Shenhua.

Enski boltinn

Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 26-20

Það hefur verið sagt um íslensk landslið að þau hagi sér oft eins og íslenska veðrið. Það er aldrei að vita hvað mun gerast næst. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, stelpurnar okkar, er þar engin undantekning. Í gær náði Ísland stórkostlegum úrslitum gegn stórþjóðinni Þýskalandi á HM í Santos. Ísland sigraði 26-20 í mögnuðum leik þar sem Þýskaland komst í 11-4 um miðjan fyrri hálfleik. Þá hófst lítið íslenskt eldgos í Arena Santos, og Ísland landaði mögnuðum sigri.

Handbolti

Mancini: Þetta er enginn heimsendir

Leikmenn Man. City gerðu það sem þeir gátu í kvöld. Lögðu Bayern en það dugði ekki til þar sem Napoli vann á sama tíma og komst þar með áfram en City verður í Evrópudeildinni ásamt nágrönnum sínum í United.

Fótbolti

Santos spilar ekki gegn Everton

Bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal mun ekki spila með liðinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni nú um helgina en hann meiddist á ökkla í leik liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær.

Enski boltinn