Sport

Hjartaaðgerð Boston Celtics mannsins heppnaðist vel

Jeff Green mun ekkert spila með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur vegna veikinda en hann gekk undir hjartaaðgerð í fyrrinótt. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, sagði að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann vonast eftir því að sjá leikmanninn sem fyrst inn á vellinum.

Körfubolti

Serbneskur markvörður segir að Ísland hafi reynt að kaupa sig

Það hefur vakið athygli að Katar er að safna í handboltalið og er til í að greiða mönnum háar fjárhæðir ef þeir skipta um ríkisfang. Serbneski markvörðurinn Dane Sijan er á meðal þeirra sem Katar hefur reynt við og hann upplýsir að Ísland hafi einnig reynt að fá hann til liðs við sig fyrir nokkru síðan.

Handbolti

KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit

Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins.

Körfubolti

Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni

Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið.

Enski boltinn

Knudsen er meiddur en verður samt með Dönum á EM

Danska landsliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar í ljós koma að línumaðurinn Michael V. Knudsen geti ekki spilað með liðinu á EM í Serbíu vegna meiðsla. Knudsen vill hjálpa liðinu þrátt fyrir meiðslin og bað um að fá að fara út með EM-hópnum.

Handbolti

Ókeypis miðar í boði á landsleik Íslands og Finnlands

Íslenska handboltalandsliðið mun spila sinn síðasta æfingaleik fyrir EM í Serbíu á föstudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Finnum í Laugardalshöllinni. Arion banki ætlar að bjóða landsmönnum á leikinn og verður miðum dreift í öllum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli kl. 15 og 16.

Handbolti

Stricker sigraði á fyrsta PGA móti ársins

Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii en þar áttust við þeir kylfingar sem náðu að sigra á PGA móti á síðasta keppnistímabili.

Golf

Kastnámskeið í Kórnum í vetur

Boðið verður upp á flugukastnámskeið í janúar, febrúar og mars. Farið verður í öll undirstöðu atriðin ásamt því að farið verður í kastferla og auk meiri fræðslu um köstin. Námskeiðin fara fram í Íþróttarhöllinni Kórnum við Vallakór í Kópavogi.

Veiði

Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti

Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu.

Fótbolti

Man City og Inter Milan byrjuð að tala saman um Tevez

Það stefnir í baráttu á milli Mílanó-félaganna um Carlos Tevez því nú hefur Inter Milan blandað sér inn í málið fyrir alvöru. AC Milan hefur undanfarnar vikur reynt að fá Argentínumanninn að láni en nú hafa Inter-menn hafið viðræður við Manchester City um kaup á Tevez.

Enski boltinn

NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð

Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli.

Körfubolti