Sport

Sverrir hættur hjá FH

Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag.

Íslenski boltinn

Meiðsli Rose ekki alvarleg

Chicago Bulls hefur saknað leikstjórnandans Derrick Rose í síðustu leikjum en Rose er meiddur í baki og hefur verið í miklum rannsóknum vegna meiðslanna.

Körfubolti

Sunnudagsmessan: Tekur Redknapp við enska landsliðinu?

Harry Redknapp er enn í baráttunni um enska meistaratitilinn með lið sitt Tottenham í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 sigur liðsins um helgina gegn Newcastle. Redknapp er ofarlega á lista yfir þá sem eru líklegir til þess að taka við enska landsliðinu eftir að Fabio Capello hætti þar störfum á dögunum.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Sagan endalausa af Suárez og Evra

Sagan endalausa um samskipti þeirra Luis Suárez framherja Liverpool og Patrice Evra varnarmanns Manchester United var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðu mála með Þorvaldi Örlygssyni þjálfara Fram sem var gestur "Messunnar“ að þessu sinni.

Enski boltinn

Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið

Það eru eflaust margir veiðimenn farnir að kíkja á græjurnar og sjá hvernig vetrardvöl í geymslunni hefur farið með þær. Núna eru rétt rúymar 6 vikur í að veiðin hefjist og eins og venjulega má reikna með fyrstu fréttunum úr Varmá strax um hádegisbil ef veður og veiði er í lagi.

Veiði

Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977

Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Síðasta Elokobi-hornið

George Nganyuo Elokobi mun ekki leika fleiri leiki með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið lánaður til Nottingham Forest í næst efstu deild. Í Sunnudagsmessunni var Elokobi kvaddur með þessu myndbandi.

Enski boltinn

Úthlutun lokið hjá SVFR

Þá er formlegri úthlutun lokið hjá SVFR. Því miður, eins og alltaf, fengu ekki allir félagsmenn úthlutað á A-leyfin sín og þess vegna vill starfsfólk SVFR reyna að finna leyfi fyrir þessa félagsmenn úr þeim leyfum sem eftir eru áður en þau fara í almenna sölu.

Veiði

Liverpool segist ekki hafa látið undan þrýstingi

Liverpool hefur séð ástæðu til þess að koma á framfæri að félagið tók sjálft ákvörðun um að biðjast afsökunar út af farsanum á Old Trafford um síðustu helgi. Félagið baðst ekki afsökunar út af pressu frá styrktaraðilanum Standard Chartered.

Enski boltinn

Er Barca enn besta liðið?

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna.

Fótbolti

Snæfellskonur í Höllina í fyrsta sinn | Unnu Stjörnuna örugglega

Kvennalið Snæfells tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum eftir 46 stiga sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar, 101-55, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Sigur Snæfellsliðsins var sannfærandi og öruggur. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells kemst í bikarúrslitaleikinn.

Körfubolti

Frábær byrjun Solna dugði ekki - sigurgangan á enda

Logi Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Solna Vikings sem tapaði naumlega fyrir toppliði Sodertelje Kings, 84-87, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna Vikings var búið að vinna sjö leiki í röð og var komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83

Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75 - 73

Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því.

Körfubolti