Sport

Sunnudagsmessan: Sammy Lee hrósar Roberto Di Matteo

Chelsea hefur náð frábærum úrslitum í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum vikum og er liðið einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og ensku bikarkeppninnar. Roberto Di Matteo knattspyrnustjóri Chelsea og forveri hans, Andre Villas Boas, voru umræðuefni í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar fór gestur þáttarins, Sammy Lee, fyrrum leikmaður Liverpool yfir stöðuna hjá Chelsea ásamt Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

Enski boltinn

Kompany vill læti á vellinum

Vincent Kompany hefur hvatt þá stuðningsmenn Manchester City sem ætla að mæta á leikinn mikilvæga gegn Manchester United í kvöld að hafa eins hátt og mögulegt er.

Enski boltinn

Kompany skallaði Man. City á toppinn

Man. City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. City vann stórslaginn um Manchester-borg í kvöld og komst með sigrinum í toppsætið á betri markamun.

Enski boltinn

Leikur þrjú í rimmu Grindavíkur og Þórs Þ í heild sinni á Vísi

Grindavík og Þór úr Þorlákshöfn léku í þriðja sinn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Leikurinn var sýndur á Stöð 2 sport. Þór hafði betur, 98-91, og er staðan í rimmunni 2-1 fyrir Grindavík. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Körfubolti

Sunnudagsmessan: Sammy Lee ræðir um Liverpool

Sammy Lee, fyrrum leikmaður enska fótboltaliðsins Liverpool, var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær. Þar var Lee spurður m.a. að því hvort hann gæti útskýrt afhverju eitt sigursælasta félag ensku knattspyrnunnar hefði ekki náð að vinna deildina undanfarin 23 ár.

Enski boltinn

Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri eftir bráðbana gegn Els

Jason Dufner fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hann hafði betur gegn Ernie Els frá Suður-Afríku í bráðabana á Zurich Classic meistararmótinu. Úrslitin réðust á annarri holu í bráðabananum en þeir léku hringina fjóra samtals á 19 höggum undir pari.

Golf

Hitað upp fyrir City - United í Boltanum á X-inu

Boltinn verður á sínum stað á X-inu FM 97,7 í dag milli 11 og 12. Farið verður yfir það sem hæst ber á baugi í íþróttunum en þar verður sérstök áhersla lögð á toppslaginn í enska boltanum sem fram fer í kvöld þegar Manchester City mætir Manchester United.

Enski boltinn

Myndir frá ótrúlegum sigri Þórs í Grindavík

Þórsara unnu í kvöld óvæntan sigur á Grindavík í Röstinni 98-91. Hart var barist suður með sjó en Þórsarar, með bakið upp við vegg, unnu sanngjarnan sjö stiga sigur. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og festi augnablikið á filmu.

Körfubolti