Sport

Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum

"Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag.

Handbolti

Hamilton á ráspól á Spáni

Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum.

Formúla 1

Mancini: Við töpuðum aldrei trúnni

Þó svo Roberto Mancini, stjóri Man. City, hafi ítrekað lýst því yfir opinberlega á síðustu vikum að Man. Utd væri búið að vinna ensku deildina þá segir hann leikmenn liðsins aldrei hafa tapað trúnni.

Enski boltinn

Ferguson: Mikil áskorun fyrir City

Sálfræðistríðinu á milli Man. Utd og Man. City er ekki lokið enda einn leikur eftir. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur minnt City á að það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá takist liðinu ekki að vinna titilinn núna.

Enski boltinn

Eins og eftir handriti

Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Páll Gísli átti frábæran leik með Skagamönnum er þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR í fyrsta heimaleik sínum í sumar.

Íslenski boltinn

Er spáin enn að stríða KR?

Íslandsmeistarar KR náðu aðeins í eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla og það þrátt fyrir að skora fjögur mörk í leikjunum á móti Stjörnunni (2-2) og ÍA (2-3).

Íslenski boltinn

City einum sigri frá titlinum

Manchester-liðin keppa um enska meistaratitilinn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Man. City er ofar á betri markatölu (+ 8 mörk) og ætti því að öllu eðlilegu að nægja sigur á heimavelli á móti Heiðari Helgusyni og félögum í QPR nema að Man. United taki upp á því að vinna risasigur á útivelli á móti Sunderland.

Enski boltinn

Andersen grunaður um vafasamt athæfi

Chris "Birdman" Andersen leikur ekkert með Denver Nuggets þessa dagana eftir að lögreglan leitaði á heimili hans. Deild lögreglunnar sem sérhæfir sig í glæpum gegn börnum sem eiga sér stað á internetinu stóð fyrir leitinni.

Körfubolti