Fréttir

„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“

Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 

Innlent

Hopp komið í Mosó

Rafskútuleigan Hopp og Mosfellsbær undirrituðu í gær samkomulag um að Hopp hefji leigu á skútum í bænum. Þar með geta Mosfellingar loksins nýtt sér þjónustu leigunnar.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum rýnum við í greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um sölu Lindarhvols á eignum sem ríkið leysti til sín frá bönkunum eftir efnahagshrunið. Miklar deilur hafa staðið um hvort birta ætti greinargerðina en í dag ákvað þingflokksformaður Pírata að rjúfa þögnina og birta hana.

Innlent

Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindar­hvols

Þing­menn Mið­flokksins hafa óskað eftir því við for­sætis­ráð­herra að hann leggi fram til­lögu til for­seta Ís­lands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upp­lýsingar sem fram koma í ný­birtri Lindar­hvols­skýrslu.

Innlent

Lindarhvolsskýrslan birt

Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis.

Innlent

Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur

Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum förum við yfir nýjustu upplýsingar um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega eftir síðustu gos. Ólíklegt sé að mögulegt gos nái að vegum.

Innlent

Ákveðið að hætta að velja sér frídaga

Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum.

Innlent

Ó­venju há raf­leiðni ekki merki um yfir­vofandi Kötlu­gos

Ó­venju há raf­leiðni í Múla­kvísl miðað við árs­tíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlu­gosi. Náttúru­vá­sér­fræðingur Veður­stofu Ís­lands segir raf­leiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara var­lega vegna jarð­gass.

Innlent

Eld­­gos muni ekki fjölga ferða­­mönnum í sumar

Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands.

Innlent

Segir Prigoz­hin í Rúss­landi

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum.

Erlent

Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampo­líni

Kveikt var í trampo­líni á skóla­lóð Rima­skóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampo­lín sem er ó­nýtt eftir verknaðinn. Aðal­varð­stjóri segir sjónar­votta hafa séð ung­linga á hlaupum frá vett­vangi. Í­búar í Rima­hverfi í­huga að koma á lag­girnar ná­granna­vörslu.

Innlent