Fréttir

Bjarni ó­sam­mála ákvörðun Svandísar um strandveiðar

Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur.

Innlent

Lindar­hvoll, strand­veiðar og inn­flytj­enda­mál

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi er fyrsti gestur Sprengisands í dag og svarar því meðal annars hvernig stendur á þessum mikla mun á skýrslu embættisins og greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, í Lindarhvolsmálinu.

Innlent

Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir.

Innlent

Hnýðingskálfur í fylgd með háhyrningum

Dýraverndunarsamtökin Orca Guardians Iceland, sem berjast fyrir verndun háhyrninga við Íslands strendur, birtu í gær mynd af hnýðingskálfi í för með háhyrningum. Virtist sem svo að háhyrningarnir hefðu tekið kálfinn í fóstur um stund.

Innlent

Steinbítur leyfði kafara að setja sýnatökupinna upp í sig

Eftir covid-faraldurinn er landsmönnum eflaust flestum enn í minni hvernig var að láta stinga pinna upp í sig til sýnatöku. En hvernig skyldi steinbítur bregðast við slíku? Kafarinn Erlendur Bogason ákvað að prófa sömu aðferð til að ná DNA-sýni úr svokölluðum grábít til að fá úr því skorið hvort hann væri í raun steinbítur eða sérstök tegund.

Innlent

„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“

Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið.

Innlent

Hyggjast rann­saka fanga­búðir nas­ista á breskri grundu

Bresk stjórn­völd hyggjast í fyrsta sinn rann­saka til hlýtar einu fanga­búðir nas­ista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Ald­er­n­ey í Erma­sundi. Er það gert eftir að ný sönnunar­gögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdar­verk nas­ista á eyjunni.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá gossvæðinu á Reykjanesi sem nú hefur verið lokað vegna slæmrar hegðunar ferðamanna og ræðum við lögreglustjóra og björgunarsveitarmann um ákvörðunina.

Innlent

Garg af svölum og reið­hjól sem hafði verið stolið í tvö ár

Maður sem stóð á garginu heima hjá sér á svölunum í morgun í Foss­vogs-og Háa­leitis­hverfi varð að ósk ná­granna og lög­reglu um að láta af þeirri hegðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu vegna dagsins í dag.

Innlent

Æsispennandi kosningabarátta á Spáni

Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna.

Erlent

Um 1200 hjól­reiða­kepp­endur á Hvols­velli

Hjólreiðakeppnin „The Rift“ fer fram á Hvolsvelli og nágrenni um helgina. Keppnin var fyrst haldin árið 2019 og hefur farið ört stækkandi. Nú taka þátt 1200 keppendur sem hjóla 100 eða 200 km leið frá Hvolsvelli, inn á Fjallabak og til baka. Mikið umstang fylgir slíkri keppni og þessum 1200 keppendum fylgir annað eins af aðstoðar- og stuðningsfólki. Því er ljóst að margt verður um manninn og mikið líf á Hvolsvelli alla helgina.

Innlent

Finna reiðina og losa hana út í Druslu­göngunni

Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi.

Innlent

„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“

Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn.

Innlent

Greiðir átta milljarða til að komast hjá rann­sókn vegna Ep­stein

Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil.

Erlent