Fréttir

Landris mælst í Torfajökli

Landris hefur mælst í miðri Torfajökulsöskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Ekki eru merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu.

Innlent

Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa

Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta.

Erlent

Stubb stefnir á for­setann

Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram sem forseti landsins á næsta ári.

Erlent

Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui

Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku.

Erlent

Verkið hófst ekki nógu snemma til að tíma­lína stæðist

Átta mánaða tafir á fram­kvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tíma­lína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðar­ár­stígur frá Bríetar­túni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykja­víkur­borgar við fyrir­spurn Vísis.

Innlent

Reyndi að stela steikar­hnífum í mið­bænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum.

Innlent

Glæsilegur fornbíll og fornhjólhýsi í Keflavík

Eigendur fornbíls í Keflavík vekja alls staðar mikla athygli þar sem þau eru á ferðinni, ekki síst þegar hjólhýsið er aftan í bílnum en það er 58 ára gamalt. „Það eru allir símar á lofti,“ segir eigandinn.

Bílar

„Það er væntan­lega með skert ferða­frelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Innlent

Festust í Eiffel-turninum í eina nótt

Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. 

Erlent

Falskir kjör­menn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump

Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar.

Erlent

Vill opna „bú­setúr­ræði með tak­mörkunum“ fyrir flótta­fólk

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur.

Innlent

Kanna mögu­leika á sam­einingu við Há­skóla Ís­lands

Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum.

Innlent