Fréttir Landris mælst í Torfajökli Landris hefur mælst í miðri Torfajökulsöskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Ekki eru merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu. Innlent 16.8.2023 10:40 Útlit fyrir þokkalega bjarta menningarnótt Það er útlit fyrir þokkalega bjarta menningarnótt, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin sem liggur suður af suðvesturhorni landsins mun láta að sér kveða í næstu viku. Veður 16.8.2023 10:28 Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Erlent 16.8.2023 10:15 Ráðning heilsugæsluforstjóra enn í ferli Ráðning í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins, sem auglýst var laust til umsóknar í maí, er enn í ferli. Innlent 16.8.2023 09:58 Gjaldtaka hefst á hleðslustöðvum í bílastæðahúsum Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar. Innlent 16.8.2023 09:34 Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Erlent 16.8.2023 09:25 Stubb stefnir á forsetann Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram sem forseti landsins á næsta ári. Erlent 16.8.2023 09:10 Fær milljarð Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms Bandarískri konu voru dæmdir 1,2 milljarðar Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar hafði dreift af henni. Erlent 16.8.2023 08:50 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. Erlent 16.8.2023 08:23 Meintir njósnarar Rússa handteknir í Bretlandi Þrír búlgarskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Bretlandi vegna gruns um að vera njósnarar fyrir Rússa. Þau eru öll tengd íbúð sem er skammt frá herflugvelli í Lundúnum sem konungsfjölskyldan notar. Erlent 16.8.2023 07:47 Mikil lægð mun stjórna veðrinu næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag þar sem verður skýjað og væta af og til en þurrt að kalla og bjartara yfir fyrir austan. Veður 16.8.2023 07:09 Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Innlent 16.8.2023 07:00 Reyndi að stela steikarhnífum í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum. Innlent 16.8.2023 06:36 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. Innlent 15.8.2023 23:51 Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Innlent 15.8.2023 21:35 Þúsundir sígarettustubba ráku upp í fjöru: „Þetta er algjört ógeð“ Ófögur sjón blasti við Svanbjörgu Pálsdóttur og öðrum sem áttu leið sína um fjöruna skammt frá Eskifirði í dag. Þúsundir sígarettustubba lágu í fjörunni. Innlent 15.8.2023 21:00 Glæsilegur fornbíll og fornhjólhýsi í Keflavík Eigendur fornbíls í Keflavík vekja alls staðar mikla athygli þar sem þau eru á ferðinni, ekki síst þegar hjólhýsið er aftan í bílnum en það er 58 ára gamalt. „Það eru allir símar á lofti,“ segir eigandinn. Bílar 15.8.2023 20:07 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Innlent 15.8.2023 19:54 Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Innlent 15.8.2023 19:34 Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Innlent 15.8.2023 18:38 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erlent 15.8.2023 18:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Innlent 15.8.2023 18:00 Ekki lengur frítt í Strætó á Menningarnótt Almennt fargjald verður rukkað í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, sem haldin verður í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Undanfarin ár hefur verið frítt í Strætó. Innlent 15.8.2023 17:56 Festust í Eiffel-turninum í eina nótt Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. Erlent 15.8.2023 17:49 Keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar maður keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni í dag. Slysið varð rétt fyrir klukkan 17 í dag. Innlent 15.8.2023 17:43 Bílvelta á Suðurlandsbraut Bílvelta varð á Suðurlandsbraut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. Innlent 15.8.2023 15:48 Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Innlent 15.8.2023 14:05 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Erlent 15.8.2023 13:59 Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15.8.2023 12:40 Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Innlent 15.8.2023 12:18 « ‹ ›
Landris mælst í Torfajökli Landris hefur mælst í miðri Torfajökulsöskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Ekki eru merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu. Innlent 16.8.2023 10:40
Útlit fyrir þokkalega bjarta menningarnótt Það er útlit fyrir þokkalega bjarta menningarnótt, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin sem liggur suður af suðvesturhorni landsins mun láta að sér kveða í næstu viku. Veður 16.8.2023 10:28
Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Erlent 16.8.2023 10:15
Ráðning heilsugæsluforstjóra enn í ferli Ráðning í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins, sem auglýst var laust til umsóknar í maí, er enn í ferli. Innlent 16.8.2023 09:58
Gjaldtaka hefst á hleðslustöðvum í bílastæðahúsum Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar. Innlent 16.8.2023 09:34
Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Erlent 16.8.2023 09:25
Stubb stefnir á forsetann Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram sem forseti landsins á næsta ári. Erlent 16.8.2023 09:10
Fær milljarð Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms Bandarískri konu voru dæmdir 1,2 milljarðar Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar hafði dreift af henni. Erlent 16.8.2023 08:50
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. Erlent 16.8.2023 08:23
Meintir njósnarar Rússa handteknir í Bretlandi Þrír búlgarskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Bretlandi vegna gruns um að vera njósnarar fyrir Rússa. Þau eru öll tengd íbúð sem er skammt frá herflugvelli í Lundúnum sem konungsfjölskyldan notar. Erlent 16.8.2023 07:47
Mikil lægð mun stjórna veðrinu næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag þar sem verður skýjað og væta af og til en þurrt að kalla og bjartara yfir fyrir austan. Veður 16.8.2023 07:09
Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Innlent 16.8.2023 07:00
Reyndi að stela steikarhnífum í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum. Innlent 16.8.2023 06:36
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. Innlent 15.8.2023 23:51
Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Innlent 15.8.2023 21:35
Þúsundir sígarettustubba ráku upp í fjöru: „Þetta er algjört ógeð“ Ófögur sjón blasti við Svanbjörgu Pálsdóttur og öðrum sem áttu leið sína um fjöruna skammt frá Eskifirði í dag. Þúsundir sígarettustubba lágu í fjörunni. Innlent 15.8.2023 21:00
Glæsilegur fornbíll og fornhjólhýsi í Keflavík Eigendur fornbíls í Keflavík vekja alls staðar mikla athygli þar sem þau eru á ferðinni, ekki síst þegar hjólhýsið er aftan í bílnum en það er 58 ára gamalt. „Það eru allir símar á lofti,“ segir eigandinn. Bílar 15.8.2023 20:07
„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Innlent 15.8.2023 19:54
Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Innlent 15.8.2023 19:34
Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Innlent 15.8.2023 18:38
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erlent 15.8.2023 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Innlent 15.8.2023 18:00
Ekki lengur frítt í Strætó á Menningarnótt Almennt fargjald verður rukkað í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, sem haldin verður í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Undanfarin ár hefur verið frítt í Strætó. Innlent 15.8.2023 17:56
Festust í Eiffel-turninum í eina nótt Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. Erlent 15.8.2023 17:49
Keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar maður keyrði aftan á strætisvagn í Borgartúni í dag. Slysið varð rétt fyrir klukkan 17 í dag. Innlent 15.8.2023 17:43
Bílvelta á Suðurlandsbraut Bílvelta varð á Suðurlandsbraut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. Innlent 15.8.2023 15:48
Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Innlent 15.8.2023 14:05
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Erlent 15.8.2023 13:59
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15.8.2023 12:40
Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Innlent 15.8.2023 12:18